Málsnúmer 2015050045Vakta málsnúmer
Bréf bárust frá mennta- og menningarmálaráðuneyti dagsett 3. og 20. júní 2019 um eftirfylgni með ytra mati á starfsemi Glerárskóla. Þar er staðfest að umbeðin gögn hafi borist mennta- og menningarmálaráðuneytinu um framkvæmd umbótaráætlunar skólans fram til júnímánaðar 2019.
Erindi barst frá mennta- og menningarmálaráðuneyti dagsett 3. júní 2019 þar sem óskað er eftir staðfestingu á að umbótum í Brekkuskóla sem áætlaðar voru í kjölfar ytra mats á skólanum árið 2015 sé lokið.
Brekkuskóli sendi umbeðnar upplýsingar 14. júní 2019.
Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir L-lista mætti í forföllum Hildar Bettyar Kristjánsdóttur.
Einar Gauti Helgason V-lista mætti í forföllum Þuríðar S. Árnadóttur.
Anna Ragna Árnadóttir fulltrúi leikskólastjóra og Sveinn Leó Bogason fulltrúi Félags grunnskólakennara boðuðu forföll.