Fræðsluráð

9. fundur 06. maí 2019 kl. 08:15 - 09:45 Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Heimir Haraldsson
  • Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Þórhallur Harðarson
  • Þuríður Sólveig Árnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
  • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir L-lista sat fundinn í forföllum Hildar Bettyar Kristjánsdóttur.
Hlynur Jóhannsson M-lista sat fundinn í forföllum Rósu Njálsdóttur.
Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra sat fundinn í forföllum Ólafar Ingu Andersen.
Jakobína Elín Áskelsdóttir fulltrúi leikskólastjóra sat fundinn í forföllum Önnu Rögnu Árnadóttur.

1.Yfirlit yfir nýframkvæmdir og viðhald í skólum 2019-2022

Málsnúmer 2018090402Vakta málsnúmer

Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrar lagði fram til kynningar yfirlit um framkvæmdir í leik- og grunnskólum árið 2019.

2.Skóladagatal leik- og grunnskóla 2019-2020

Málsnúmer 2019010117Vakta málsnúmer

Skóladagatöl leikskóla fyrir skólaárið 2019-2020 lögð fram.
Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi skóladagatöl leikskólanna fyrir skólaárið 2019-2020.

Þórhallur Harðarson, Hlynur Jóhannsson og Þuríður Árnadóttir lögðu fram eftirfarandi bókun: Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Vinstri grænna vilja ítreka að þau eru mótfallin fjögurra vikna sumarlokun í leikskólum.

3.Húsaleigusamningur vegna Krógabóls - viðauki

Málsnúmer 2019040223Vakta málsnúmer

Viðauki vegna endurbóta á loftræstikerfi Krógabóls lagður fram til 2. umræðu.
Fræðsluráð samþykkir að vísa óskinni um viðauka til bæjarráðs þar sem óskað er eftir viðbótar fjármagni vegna endurbóta á loftræstikerfi leikskólans að upphæð kr. 6.000.000.

4.Ályktun frá skólaráði Brekkuskóla

Málsnúmer 2019040499Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. apríl 2019 frá skólaráði Brekkuskóla lagt fram þar sem því er mótmælt að framhaldsskólanemendur séu settir inn í sal Íþróttahallarinnar á sama tíma og grunnskólanemendur eru þar í íþróttakennslu.

Íþróttakennsla fyrir nemendur í VMA skólaárið 2019-2020 mun fara fram í 1/3 hluta Íþróttahallarinnar á fimmtudögum fyrir hádegi næsta skólavetur á móti 2/3 hluta sem nemendur í Brekkuskóla nota. Skólastjóri Brekkuskóla í samstarfi við starfsfólk samfélagssviðs/íþróttadeildar tekur ákvörðun um niðurröðun tíma. Það er hlutverk íþróttadeildar að koma til móts við óskir allra sem vilja nýta mannvirkin og sjá til þess að nýting þeirra sé sem best.

Fræðsluráð leggur áherslu á að íþróttahús og sundlaugar Akureyrarbæjar eru fyrst og fremst skólamannvirki og því eigi þarfir grunnskólanna að vera hafðar að leiðarljósi við úthlutun tíma. Fræðsluráð vill undirstrika að tímaúthlutun í íþróttahúsum bæjarins er í höndum íþróttadeildar en leggur jafnframt áherslu á að allar breytingar á niðurröðun verði gerðar með a.m.k. árs fyrirvara.

5.Þriggja mánaða skýrsla - fræðslusvið

Málsnúmer 2018100120Vakta málsnúmer

Yfirlit um stöðu yfirvinnu á fræðslusviði fyrstu fjóra mánuði ársins 2019 lagt fram til kynningar.

6.Rekstur fræðslumála 2019

Málsnúmer 2019030196Vakta málsnúmer

Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrar lagði fram til kynningar stöðu rekstrar fræðslumála fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins 2019.

Fundi slitið - kl. 09:45.