Málsnúmer 2019040499Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 5. apríl 2019 frá skólaráði Brekkuskóla lagt fram þar sem því er mótmælt að framhaldsskólanemendur séu settir inn í sal Íþróttahallarinnar á sama tíma og grunnskólanemendur eru þar í íþróttakennslu.
Íþróttakennsla fyrir nemendur í VMA skólaárið 2019-2020 mun fara fram í 1/3 hluta Íþróttahallarinnar á fimmtudögum fyrir hádegi næsta skólavetur á móti 2/3 hluta sem nemendur í Brekkuskóla nota. Skólastjóri Brekkuskóla í samstarfi við starfsfólk samfélagssviðs/íþróttadeildar tekur ákvörðun um niðurröðun tíma. Það er hlutverk íþróttadeildar að koma til móts við óskir allra sem vilja nýta mannvirkin og sjá til þess að nýting þeirra sé sem best.
Hlynur Jóhannsson M-lista sat fundinn í forföllum Rósu Njálsdóttur.
Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra sat fundinn í forföllum Ólafar Ingu Andersen.
Jakobína Elín Áskelsdóttir fulltrúi leikskólastjóra sat fundinn í forföllum Önnu Rögnu Árnadóttur.