Fræðslunefnd

2. fundur 17. september 2012 kl. 13:00 - 13:45 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir formaður
  • Friðný Sigurðardóttir
  • Helga Hauksdóttir
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir
  • Tómas Björn Hauksson
Starfsmenn
  • Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri
  • Ingunn Helga Bjarnadóttir fundarritari
Dagskrá

1.Námsstyrkjasjóður embættismanna - staða haust 2012

Málsnúmer 2012090151Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu sjóðsins og í framhaldinu ákveðið hvort auglýst verður eftir umsóknum haustið 2012 eða síðar.

Ákveðið var að auglýsa eftir umsóknum fyrir skólaárið 2013-2014 í febrúar 2013.

2.Námsstyrkjasjóður sérmenntaðra starfsmanna - staða haust 2012

Málsnúmer 2012090152Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna.

Í bókun kjarasamninganefndar frá 26. september 2011 segir:

,,Formaður kjarasamninganefndar hefur farið yfir tilurð sjóðsins ásamt meirihluta bæjarráðs og ákvörðun verið tekin um að ekki verði sett fjármagn til námsleyfasjóðs sérmenntaðra starfsmanna á árinu 2012, þar sem sá sjóður er ekki bundinn kjarasamningum. Þar með er ljóst að það tímabundna hlé sem gert var á greiðslum til sjóðsins hefur verið lengt um eitt ár."

Með vísan til framangreindrar bókunar kjarasamninganefndar óskar fræðslunefnd eftir upplýsingum um fjárveitingar til sjóðsins og skorar á bæjarráð að fella úr gildi tímabundið hlé sem hefur verið gert á greiðslum til sjóðsins frá árinu 2009.

3.Fræðslunefnd - skipun nefndarmanna

Málsnúmer 2011100078Vakta málsnúmer

Gunnar Gíslason aðalmaður í fræðslunefnd er í námsleyfi veturinn 2012-2013. Helga Hauksdóttir varamaður hans tekur hans sæti. Skipa þarf varamann fyrir Helgu. Guðrún Guðmundsdóttir varamaður Friðnýjar Sigurðardóttur er einnig að fara í ársleyfi. Skipa þarf nýjan varamann fyrir Friðnýju.

Fræðslunefnd óskar eftir því að bæjarráð skipi varamann (starfsmann á skóladeild) fyrir Helgu Hauksdóttur á meðan Gunnar Gíslason er í námsleyfi. Þá óskar fræðslunefnd eftir því að bæjarráð skipi varamann (starfsmann frá búsetudeild, fjölskyldudeild, Öldrunarheimili Akureyrar eða heilsugæslu) fyrir Friðnýju Sigurðardóttur á meðan Guðrún Guðmundsdóttir er í leyfi. Með vísan til kynjahlutfalls óskar fræðslunefnd eftir því að skipaðir verði karlmenn.

4.Símenntunaráætlun stjórnendafræðslunnar 2012-2013

Málsnúmer 2012090153Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri starfsþróunar kynnti símenntunaráætlun stjórnendafræðslunnar fyrir árin 2012 og 2013. Áætlunin er afurð Markviss verkefnis sem unnið var að sl. vetur.

Fræðslunefnd þakkar fyrir kynninguna.

Fundi slitið - kl. 13:45.