Fræðslunefnd

5. fundur 06. desember 2011 kl. 15:00 - 16:00 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir formaður
  • Friðný Sigurðardóttir
  • Gunnar Frímannsson
  • Helga Hauksdóttir
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir
Starfsmenn
  • Halla Margrét Tryggvadóttir
  • Ingunn Helga Bjarnadóttir fundarritari
Dagskrá

1.Námsstyrkjasjóður embættismanna - umsóknir nóvember 2011

Málsnúmer 2011110023Vakta málsnúmer

Yfirferð umsókna í Námsstyrkjasjóð embættismanna. Áður á dagskrá fræðslunefndar 22. nóvember 2011. Tvær umsóknir bárust, annars vegar frá Gunnari Gíslasyni fræðslustjóra og hins vegar frá Guðríði Friðriksdóttur framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar.

Við mat á umsóknum gildir 3. gr. samþykktar um styrki til námsleyfa embættismanna, þar með talið þarfir bæjarfélagsins og starfsmanns fyrir þróun í starfi, að þeir gangi fyrir sem hafa ekki áður fengið styrk úr sjóðnum og starfsaldur umsækjenda sem sérmenntaðir starfsmenn eða embættismenn hjá Akureyrarbæ.

Fræðslunefnd metur það svo að báðir umsækjendur standi jafnt að vígi varðandi starfsaldur, þar sem Guðríður fékk 6 mánaða námsleyfi veturinn 1999-2000. Gunnar hóf störf hjá Akureyrarbæ árið 1999.

Þá er að líta til þarfa bæjarfélagsins og starfsmanns fyrir þróun í starfi. Samkvæmt nýjum grunnskóla- og leikskólalögum eru gerðar þær kröfur til kennara að þeir hafi meistaragráðu til að fá löggildingu sem kennarar. Gunnar er hálfnaður með slíkt nám. Í ljósi þess hversu margir af hans undirmönnum eru fagmenntaðir og hann faglegur leiðtogi þeirra er mikilvægt að hann ljúki því meistaranámi sem hann hefur þegar hafið.

Gunnar hyggst skrifa 60 ECTS eininga lokaverkefni sem að jafnaði tekur eitt skólaár að ljúka og því myndi styttra námsleyfi nýtast honum verr.

Með vísan til þess sem að framan segir hefur fræðslunefnd ákveðið að veita Gunnari Gíslasyni styrk til 9 mánaða námsleyfis frá og með hausti 2012.

Vegna fjárhagsstöðu sjóðsins er einungis hægt að veita styrk til námsleyfis í 9 mánuði að þessu sinni. Fræðslunefnd getur því ekki orðið við ósk Guðríðar Friðriksdóttur um styrk til námsleyfis.

Fundi slitið - kl. 16:00.