Fræðslunefnd

2. fundur 19. ágúst 2011 kl. 10:00 - 11:10 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir formaður
  • Friðný Sigurðardóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir
  • Leifur Kristján Þorsteinsson
Starfsmenn
  • Ingunn Helga Bjarnadóttir fundarritari
Dagskrá

1.Sigrún Hulda Steingrímsdóttir - umsókn í Námsstyrkjasjóð 2008

Málsnúmer 2008050070Vakta málsnúmer

Erindi dags. 21. júní 2011 frá Sigrúnu Huldu Steingrímsdóttur þar sem hún óskar eftir að fá að fresta töku síðustu þriggja mánaða námsleyfis til ársins 2012.

Samkvæmt 4. grein samþykktar um styrki til námsleyfa sérmenntaðra starfsmanna Akureyrarbæjar er heimilt að dreifa leyfi yfir lengri tíma eða allt að 3 árum, t.d. ef stundað er nám í törnum með vinnu á milli. Sigrún Hulda hefur nýtt sér að dreifa námsleyfi sínu yfir 3 ár. Reglurnar gera ekki ráð fyrir undantekningu að námsleyfi sé dreift yfir fleiri ár. Fræðslunefnd ákveður að fresta afgreiðslu og óskar eftir rökstuðningi frá Sigrúnu Huldu fyrir því að óskað er eftir frestun töku síðustu þriggja mánaða námsleyfis til ársins 2012.

Sigrúnu Huldu er veittur frestur til miðvikudagsins 24. ágúst 2011.

2.Staða námsstyrkjasjóðanna

Málsnúmer 2010120025Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs 21. júlí 2011 var samþykkt að taka aftur upp greiðslur í námsstyrkjasjóð embættismanna frá og með 1. ágúst 2011, gert er ráð fyrir að kostnaðurinn verði um 3,2 milljónir króna.
Lagt fram til kynningar.

3.Námsstyrkjasjóður embættismanna - auglýsingar og umsóknir 2011-2012

Málsnúmer 2011080034Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 21. júlí 2011 að hefja aftur greiðslur í Námsstyrkjasjóð embættismanna. Fræðslunefnd þarf að fjalla um hvenær auglýsa skuli eftir umsóknum í sjóðinn.

Fræðslunefnd ákveður að auglýsa eftir umsóknum í Námsstyrkjasjóð embættismanna í október 2011 vegna námsleyfa sem hefjast haustið 2012.

4.Staða námsstyrkjasjóðanna

Málsnúmer 2010120025Vakta málsnúmer

Nefnd um fjármögnun Námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna sem skipuð var á síðasta fundi greindi frá að á fundi með kjarasamninganefnd hafi verið ákveðið að fela starfsmannastjóra og formanni kjarasamninganefndar að vinna áfram í málinu.

Fræðslunefnd óskar eftir upplýsingum um stöðu mála frá formanni kjarasamninganefndar og starfsmannastjóra.

5.Stjórnendafræðsla haust 2011

Málsnúmer 2011080035Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri starfsþróunar kynnti fræðsluáætlun haustsins 2011.

Fundi slitið - kl. 11:10.