Fræðslunefnd

3. fundur 25. ágúst 2011 kl. 09:00 - 09:15 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir
  • Leifur Kristján Þorsteinsson
  • Tómas Björn Hauksson
Starfsmenn
  • Ingunn Helga Bjarnadóttir fundarritari
Dagskrá

1.Sigrún Hulda Steingrímsdóttir - beiðni um frestun námsleyfis

Málsnúmer 2008050070Vakta málsnúmer

Á fundi fræðslunefndar 19. ágúst 2011 óskaði nefndin eftir frekari rökstuðningi fyrir beiðni Sigrúnar Huldu Steingrímsdóttur um að fresta því að taka síðustu 3 mánuði af 9 mánaða námsleyfi til ársins 2012. Í bréfi dags. 23. ágúst 2011 svarar Sigrún Hulda beiðni fræðslunefndar.

Fræðslunefnd samþykkir að veita Sigrúnu Huldu Steingrímsdóttur undanþágu frá 4. grein Samþykktar um styrki til námsleyfa sérmenntaðra starfsmanna Akureyrarbæjar og flytja þá þrjá mánuði sem eftir eru af námsleyfi yfir á árið 2012. Vegna fyrirhugaðra flutninga atvinnumála fatlaðra með stuðningi til ríkisins er Sigrúnu Huldu bent á að ef starf hennar flyst yfir til ríkisins og hún með fellur réttur hennar til námsleyfis hjá Akureyrarbæ niður þar sem hún verður þá ekki lengur starfsmaður Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 09:15.