Fræðslunefnd

2. fundur 06. júní 2016 kl. 15:00 - 15:30 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Dagný Magnea Harðardóttir varaformaður
  • Dan Jens Brynjarsson
  • Halldór Sigurður Guðmundsson
  • Karólína Gunnarsdóttir
  • Tómas Björn Hauksson
Starfsmenn
  • Ingunn Helga Bjarnadóttir fundarritari
Dagskrá
Dan Jens Brynjarsson mætti í fjarveru Ingu Þallar Þórgnýsdóttur formanns.

1.Námsstyrkjasjóður embættismanna - 2016

Málsnúmer 2016050119Vakta málsnúmer

Yfirferð umsókna í Námsstyrkjasjóð embættismanna.

Umsókn barst frá Ingu Þöll Þórgnýsdóttur bæjarlögmanni. Hún sækir um styrk til töku námsleyfis í níu mánuði sem hún óskar eftir að taka frá og með 1. október 2016. Inga þöll hefur áður fengið námsleyfi í þrjá mánuði frá 1. október 2006 til og með 2. janúar 2007. Inga Þöll hefur starfað hjá Akureyrarbæ frá árinu 2002. Hún hefur í hyggju að

stunda nám í opinberri stjórnsýslu eða öðru meistaranámi. Samþykki bæjarstjóra liggur fyrir.
Fræðslunefnd samþykkir að veita Ingu Þöll Þórgnýsdóttur bæjarlögmanni námsstyrk til níu mánaða námsleyfis frá 1. október 2016.

Fundi slitið - kl. 15:30.