Fræðslu- og lýðheilsuráð

11. fundur 30. júní 2022 kl. 13:00 - 14:00 Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Bjarney Sigurðardóttir
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Snjólaug Jónína Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra
  • Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
Dagskrá
Tinna Guðmundsdóttir F-lista og Elsa María Guðmundsdóttir S-lista boðuðu forföll sem og varamenn þeirra.

1.Ósk um viðauka vegna leikskólastarfs haustið 2022

Málsnúmer 2022060685Vakta málsnúmer

Minnisblað lagt fram til seinni umræðu með ósk um viðauka vegna leikskólastarfs haustið 2022 að fjárhæð 51 milljón.



Snjólaug Jónína Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra barna í grunnskólum sátu fundinn undir þessum lið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð 51 milljón kr. og vísar erindinu til bæjarráðs.

2.Ósk um viðauka vegna sérúrræða grunnskólum haustið 2022

Málsnúmer 2022060684Vakta málsnúmer

Minnisblað lagt fram til seinni umræðu með ósk um viðauka vegna grunnskóla haustið 2022 að fjárhæð kr. 12,8 milljónir.



Snjólaug Jónína Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra barna í grunnskólum sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð 12,8 milljónir kr. og vísar erindinu til bæjarráðs.

3.Knattspyrnufélag Akureyrar Lyftingadeild - beiðni um styrk vegna búnaðar og aðstöðu

Málsnúmer 2022050586Vakta málsnúmer

Erindi frá ÍBA fyrir hönd Lyftingadeildar Knattspyrnufélags Akureyrar þar sem deildin óskar eftir stuðningi Akureyrarbæjar vegna búnaðarkaupa og aðstöðumála félagsins.

Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að óska eftir frekari upplýsingum frá ÍBA um framtíðaráform Lyftingadeildar KA með tilliti til staðsetningar og barna- og unglingastarfs.

4.Styrkbeiðni vegna World Dance Cup 2022

Málsnúmer 2022050078Vakta málsnúmer

Erindi frá dansskólanum Steps Dancecenter þar sem óskað er eftir styrk vegna keppnisferðar keppnisliðs dansskólans á Dance World Cup 2022 á Spáni.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að veita styrk til verkefnisins að upphæð 100 þús. kr. en bendir jafnframt á mikilvægi þess að reglur um styrkveitingar Akureyrarbæjar verði endurskoðaðar.

5.Dansstúdíó Alice - Styrkur vegna keppnisferðar á Dance World Cup 2022

Málsnúmer 2022051544Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. maí 2022 frá foreldrafélagi keppnisliðs DSA þar sem óskað er eftir styrk vegna keppnisferðar keppnisliðs Dansstúdíó Alice á Dance World Cup 2022 á Spáni.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að veita styrk til verkefnisins að upphæð 100 þús. kr. en bendir jafnframt á mikilvægi þess að reglur um styrkveitingar Akureyrarbæjar verði endurskoðaðar.

Fundi slitið - kl. 14:00.