Fræðslu- og lýðheilsuráð

6. fundur 21. mars 2022 kl. 13:30 - 17:15 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Eva Hrund Einarsdóttir formaður
  • Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Stefán Örn Steinþórsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
Dagskrá
Stefán Örn Steinþórsson M-lista mætti í forföllum Viðars Valdimarssonar.

1.Staða innritunar í leikskóla og hjá dagforeldrum

Málsnúmer 2021023252Vakta málsnúmer

Umræður um stöðu innritunar í leikskóla og hjá dagforeldrum.

Erna Rós Ingvarsdóttir verkefnastjóri leikskóla, Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi, Jón Þór Sigurðsson fulltrúi foreldra leikskólabarna, Snjólaug Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Therese Möller fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.
Brýn þörf er á fjölgun dagforeldra á Akureyri og felur fræðslu- og lýðheilsuráð sviðsstjóra að undirbúa beiðni um viðauka vegna sértækra aðgerða. Fræðslu- og lýðheilsuráð felur einnig sviðsstjóra að setja í forgang vinnu að tillögum um hvernig Akureyrarbær getur brúað bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla til skemmri og lengri tíma.

2.Fimleikafélag Akureyrar - óskir til þess að auðvelda starf og rekstur félagsins

Málsnúmer 2019100355Vakta málsnúmer

Erindi frá Geir Kristni Aðalsteinssyni formanni ÍBA fyrir hönd Fimleikafélags Akureyrar varðandi uppgjör á skuldum félagsins við Akureyrarbæ.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Geir Kristinn Aðalsteinsson fulltrúi ÍBA, Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og formaður FIMAK Aðalsteinn Helgason sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við stjórn Fimleikafélags Akureyrar. Ráðið hvetur jafnframt Fimleikafélag Akureyrar til að kanna frekar kosti þess að sameinast fjölgreinafélagi til að efla starfsemi félagsins.

3.Bílaklúbbur Akureyrar - umsókn um notkun á fjölnotahúsinu Boganum

Málsnúmer 2013040200Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. mars 2022 frá Einari Gunnlaugssyni formanni Bílaklúbbs Akureyrar þar sem óskað er eftir afnotum af Boganum fyrir árlega bílasýningu félagsins 17. júní nk.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda, Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA, Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Einar Gunnlaugsson formaður Bílaklúbbs Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið.
Frestað til næsta fundar.

4.Forvarnamál

Málsnúmer 2022030729Vakta málsnúmer

Umræður um forvarnamál á Akureyri.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA, Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Silja Rún Reynisdóttir forvarnafulltrúi hjá lögreglunni á Akureyri sátu fundinn undir þessum lið.

Starfsmenn á fræðslu- og lýðheilsusviði eru að vinna að stöðugreiningu á forvarnamálum. Í framhaldi af þeirri stöðugreiningu verði unnið með markvissum hætti að aðgerðum en mikilvægt er að samstarf við lögreglu og ábyrgðaraðila sé virkt í þeirri vinnu.

Fræðslu- og lýðheilsuráð vill ítreka ábyrgð handhafa vínveitingaleyfa að selja ekki ungmennum yngri en 20 ára áfengi. Í áfengislögum nr. 75/1998 segir m.a. í 18. gr.: Óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára. Ávallt þegar ástæða er til að ætla að kaupandi eða viðtakandi áfengis hafi ekki náð þessum aldri skal sá sem selur, veitir eða afhendir það láta hlutaðeiganda sanna aldur sinn með því að sýna skilríki með mynd eða á annan fullnægjandi hátt. Brot á áfengislögum geta varðað sektum eða fangelsi allt að sex árum.

Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Silju Rún fyrir greinargóðar upplýsingar.

5.Íþróttafélagið Þór - endurnýjun gervigrass og undirlags í Boganum

Málsnúmer 2021111572Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar niðurstöður úttektar á gervigrasi Bogans.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að í sumar verði farið í viðgerðir á ójöfnum sbr. niðurstöður úttektar Sports Labs á gervigrasvellinum í Boganum. Að loknum viðgerðum skal framkvæma aðra úttekt á ástandi vallarins og niðurstöður þeirrar úttektar kynntar hlutaðeigandi aðilum og fræðslu- og lýðheilsuráði með tilliti til fjárhagsáætlunarvinnu ráðsins fyrir árið 2023.

Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að teknir verði saman möguleikar, ásamt kostnaði, kostum og göllum á búnaði til að bleyta gervigrasið í Boganum fyrir leiki og æfingar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð ítrekar að umhirðu- og viðhaldsverkum gervigrasvalla á Akureyri verði komið í skýran farveg og í takt við notkunarstundir á völlunum.

6.Íþróttafélagið Akur - aðstaða bogfimideildar

Málsnúmer 2021031754Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. mars 2022 frá Jóni Heiðari Jónssyni formanni Íþróttafélagsins Akurs varðandi æfingaaðstöðu bogfimideilar félagsins.
Frestað til næsta fundar.

7.Rekstur fræðslu- og lýðheilsusviðs 2022

Málsnúmer 2022030187Vakta málsnúmer

Árni K. Bjarnason rekstrarstjóri gerði grein fyrir stöðu rekstrar íþrótta- og æskulýðsmála.
Frestað til næsta fundar.

8.Tómstundanámskeið barna - 2022

Málsnúmer 2022010967Vakta málsnúmer

Umræður um tómstundanámskeið barna á miðstigi.
Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 17:15.