Málsnúmer 2013010214Vakta málsnúmer
Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Helga G. Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri, Friðný Sigurðardóttir þjónustustjóri, Heiðrún Björgvinsdóttir rekstrarstjóri og Bryndís Björg Þórhallsdóttir forstöðumaður Víði- og Furuhlíðar mættu á fundinn. Félagsmálaráði kynntar áherslur Eden hugmyndafræðinnar og nokkurra þeirra þróunarverkefna sem eru í gangi.
Þjónustustjóri kynnti nýlega úttekt sem gerð var á iðju- og félagsstarfi út frá kynjasjónarhorni, en slík úttekt var einnig unnin fyrir ári síðan.
Þá fór félagsmálaráð í stutta skoðunarferð um Víði- og Furuhlíð undir leiðsögn forstöðumanns.
Félagsmálaráð þakkar kynninguna og tilnefnir Soffíu Lárusdóttur framkvæmdastjóra búsetudeildar sem tengilið við Grófina.