Félagsmálaráð

1169. fundur 28. ágúst 2013 kl. 14:00 - 16:40 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Dagur Fannar Dagsson varaformaður
  • Jóhann Ásmundsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
  • Valdís Anna Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Margrét Alfreðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017

Málsnúmer 2013050198Vakta málsnúmer

Fjárhagsrammi félagsmálaráðs 2014 lagður fram til athugasemda, sbr. bókun bæjarráðs frá 6. júní 2013.

Félagsmálaráð felur framkvæmdastjórum að koma athugasemdum sínum á framfæri við hagsýslustjóra.

Sif Sigurðardóttir A-lista mætti á fundinn kl. 14:54.

2.Félagsmálaráð - langtímaáætlun

Málsnúmer 2013060111Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjórar fjölskyldudeildar, búsetudeildar, Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri kynntu stöðu á vinnu við langtímaáætlun.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

3.Félags- og þjónustumiðstöð aldraðra - starfsemi 2013

Málsnúmer 2013080103Vakta málsnúmer

Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynntu stöðu mála í þjónustu- og félagsmiðstöðum aldraðra.
Soffía Lárusdóttir kynnti að Olga Ásrún Stefánsdóttir hefur látið af störfum. Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri tekur tímabundið að sér starf forstöðumanns þjónustu- og félagsmiðstöðvar í Víðilundi og Bugðusíðu.

Félagsmálaráð þakkar Olgu Ásrúnu Stefánsdóttur fyrir vel unnin störf.

4.Tómstundastarf fullorðinna - framtíðarsýn 2013

Málsnúmer 2013080108Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð hefur óskað eftir tilnefningu á einum fulltrúa frá félagsmálaráði í vinnuhóp sem hefur það hlutverk að fara yfir tómstundatilboð sem Akureyrarbær býður fullorðnum einstaklingum og gera tillögur um framtíðarskipan.

Félagsmálaráð skipar Oktavíu Jóhannesdóttur fulltrúa D lista í vinnuhópinn.

Félagsmálaráð leggur til að leitað verði tilnefningar frá Félagi eldri borgara.

5.Búsetudeild - einstaklingsmál 2013

Málsnúmer 2013050068Vakta málsnúmer

Málefni einstaklings kynnt, skráð í trúnaðarbók.

Bókun færð í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 16:40.