Félagsmálaráð

1166. fundur 12. júní 2013 kl. 14:00 - 16:10 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
  • Valdís Anna Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Margrét Alfreðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjölskyldudeild - málefni einstaklings

Málsnúmer 2013060127Vakta málsnúmer

Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi kynnti málefni einstaklings.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

2.Búsetudeild - einstaklingsmál 2013

Málsnúmer 2013050068Vakta málsnúmer

Kynning á málefni einstaklings - trúnaðarmál.

Fært í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

3.Heilsugæslustöðin á Akureyri - uppsögn á starfi framkvæmda- og hjúkrunarforstjóra

Málsnúmer 2013060050Vakta málsnúmer

Kynnt uppsögn á starfi framkvæmda- og hjúkrunarforstjóra HAK.

Félagsmálaráð þakkar Margréti Guðjónsdóttur framkvæmdastjóra HAK fyrir vel unnin störf og gott samstarf á undanförnum árum. Jafnframt óskar ráðið henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

4.Læknaráð HAK - ályktun vegna stöðu barna með geðraskanir á Norðurlandi

Málsnúmer 2013050309Vakta málsnúmer

Ályktun læknaráðs HAK vegna stöðu barna með geðraskarnir á Norðurlandi kynnt.

Félagsmálaráð tekur undir ályktun læknaráðs HAK og hvetur heilbrigðisyfirvöld til að finna lausn á vandanum hið fyrsta.

5.Félagsmálaráð - langtímaáætlun

Málsnúmer 2013060111Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjórar félagsmálaráðs kynntu vinnu við langtímaáætlun bæjarráðs.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista vék af fundi kl. 15:45.

6.Dagvist aldraðra - taka til skoðunar og umfjöllunar núverandi skipulag og húsnæði dagþjónustunnar sem rekin er á tveimur stöðum

Málsnúmer 2013040039Vakta málsnúmer

Kynntar niðurstöður skýrslu starfshóps félagsmálaráðs um dagþjónustu á Akureyri sem skipaður var 10. apríl sl.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna og felur framkvæmdastjórum að vinna áfram að málinu.

7.Stefna og skorkort ÖA

Málsnúmer 2013060116Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri kynnti drög að stefnumótun ÖA ásamt skorkorti. Frekari vinna fer fram innan ÖA og málið kemur að nýju fyrir félagsmálaráð á fundi í ágúst nk.

Félagsmálaráð lýsir ánægju sinni með framkomin drög og gerir ekki sérstakar athugasemdir við einstaka liði í drögunum að stefnumótun eða skorkorti ÖA.

Fundi slitið - kl. 16:10.