Félagsmálaráð

1157. fundur 09. janúar 2013 kl. 14:00 - 16:44 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Dagur Fannar Dagsson varaformaður
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
  • Valur Sæmundsson
  • Guðlaug Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Valdís Anna Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Dagbjartsdóttir fundarritari
Dagskrá
Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista mætti í stað Indu Bjarkar Gunnarsdóttur.

Oktavía Jóhannesdóttir D-lista mætti kl. 14:09.

1.Fjárhagserindi 2013 - áfrýjanir

Málsnúmer 2013010061Vakta málsnúmer

Katrín Árnadóttir félagsráðgjafi á fjölskyldudeild kynnti áfrýjun í fjárhagsaðstoð.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

2.Fjárhagsaðstoð 2012

Málsnúmer 2012010021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð árið 2012.

3.Leiguíbúðir Akureyrarbæjar 2012

Málsnúmer 2012080049Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir biðlista eftir leiguíbúðum Akureyrarbæjar dags. 31. desember 2012. Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi á húsnæðisdeild mætti á fundinn undir þessum lið.

4.Félagslegar leiguíbúðir - úttekt/skýrsla 14. desember 2012

Málsnúmer 2012121194Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla um leiguíbúðir Akureyrarbæjar dags. 14. desember 2012. Skýrslan er afrakstur vinnuhóps sem félagsmálaráð skipaði í apríl 2012.
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi á húsnæðisdeild kynntu efni skýrslunnar.

Félagsmálaráð þakkar vinnuhópnum fyrir þeirra starf og góða kynningu.

5.Heilsugæslustöðin á Akureyri - heimilislæknar

Málsnúmer 2013010052Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri og Þórir V. Þórisson yfirlæknir HAK kynntu stöðu og horfur í starfsmannahaldi heimilislækna við heilsugæsluna.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

Fundi slitið - kl. 16:44.