Félagsmálaráð

1149. fundur 12. september 2012 kl. 14:00 - 17:14 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Dagur Fannar Dagsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
  • Valur Sæmundsson
  • Guðlaug Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Dagbjartsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Sundfélagið Óðinn - þjónustusamningur um hópliðveislu

Málsnúmer 2012020004Vakta málsnúmer

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Hlynur Már Erlingsson verkefnastjóri í félagslegri liðveislu á búsetudeild lögðu fram þjónustusamning um hópliðveislu, framlenging á samningi frá 1. september 2012 - 31. maí 2013.

Félagsmálaráð samþykkir framlengingu á þjónustusamningnum og lýsir yfir ánægju með hversu vel samstarfið hefur gengið. Ráðið telur að samstarfið geti orðið fyrirmynd fyrir önnur félög.

2.Fjárhagsáætlun 2013 - félagsmálaráð

Málsnúmer 2012060169Vakta málsnúmer

Fjallað um fjárhagsramma deilda félagsmálaráðs og lögð fram drög að fjárhagsáætlun búsetudeildar, fjölskyldudeildar, heilsugæslustöðvar og öldrunarheimila.

Félagsmálaráð felur framkvæmdastjórum deilda ráðsins að senda inn umsagnir við útgefinn fjárhagsramma deildanna 2013.

3.Starfsáætlun félagsmálaráðs 2010-2014

Málsnúmer 2011010043Vakta málsnúmer

Verkefni í starfsáætlun rædd og farið yfir aðgerðalista vegna þeirra.

Frestað til næsta fundar.

4.Heimahjúkrun - reglur 2012

Málsnúmer 2012080066Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti drög að reglum um heimahjúkrun hjá Heilsugæslustöðinni á Akureyri.

Félagsmálaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.

5.Ársskýrsla búsetudeildar 2011

Málsnúmer 2012090134Vakta málsnúmer

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar lagði fram til kynningar ársskýrslu búsetudeildar fyrir árið 2011.

6.Fjölskyldudeild - ársskýrslur 2010-2012

Málsnúmer 2011080066Vakta málsnúmer

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lagði fram til kynningar ársskýrslu fjölskyldudeildar fyrir árið 2011.

Fundi slitið - kl. 17:14.