Félagsmálaráð

1140. fundur 07. mars 2012 kl. 14:00 - 15:35 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Dagur Fannar Dagsson
  • Jóhann Ásmundsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
  • Guðlaug Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Maack Þorsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjölskyldudeild - Stuðningurinn heim - tilraunaverkefni

Málsnúmer 2012030015Vakta málsnúmer

Ester Lára Magnúsdóttir verkefnisstjóri og Sólveig Fríða Kjærnested ráðgjafi kynntu þróunarverkefni í félagsþjónustu Stuðninginn heim. Lögð var fram greinargerð Guðrúnar Sigurðardóttir framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar dags. 24. febrúar 2012.

Félagsmálaráð fagnar því að þetta þarfa verkefni sé komið í gang.

Jóhann Ásmundsson V-lista mætti á fundinn kl. 14:30.

2.Platiðjan Bjarg/Iðjulundur - samstarf við Endurvinnsluna hf

Málsnúmer 2012030013Vakta málsnúmer

Kynnt var fyrirhugað samstarf Plastiðjunnar Bjargs/Iðjulundar og Endurvinnslunnar hf.
Ólöf Leifsdóttir forstöðumaður mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir málið.
Lagt var fram minnisblað Ólafar Leifsdóttur dags. 28. febrúar 2012 og drög að samningi um verkefnið.

Félagsmálaráð samþykkir samninginn við Endurvinnsluna hf fyrir sitt leyti og óskar báðum aðilum til hamingju með samstarfið.

3.Fagráð um fjölskylduvernd

Málsnúmer 2012030029Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK og Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lögðu fram til kynningar drög að áætlun um úttekt á fagráði um fjölskylduvernd sem er samstarfsvettvangur Heilsugæstustöðvarinnar á Akureyri og fjölskyludeildar Akureyrarbæjar.

4.Heimahjúkrun, viðbótarsamningur SÍ og Akureyrarkaupstaðar 2012

Málsnúmer 2012030007Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti samningsdrög frá Sjúkratryggingum Íslands vegna viðbótarþjónustu heimahjúkunar fyrir sjúkratryggða einstaklinga sem voru í þjónustu Umönnunar ehf.

Félagsmálaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.

5.Samningur um læknisþjónustu við íbúa Grenilundar á Grenivík

Málsnúmer 2012030008Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti nýgerðan samning um læknisþjónustu við íbúa Grenilundar á Grenivík

Félagsmálaráð staðfestir samninginn.

6.Skipurit HAK 2012

Málsnúmer 2012030006Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti skipurit fyrir Heilsugæslustöðina á Akureyri en skv. kröfulýsingu með þjónustusamningi Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarbæjar um heilsugæsluþjónustu, ber að hafa gilt skipurit á samningstímanum, uppfært við breytingar.

Félagsmálaráð samþykkir skipuritið.

7.Frumvarp til laga um félagslega aðstoð (bifreiðastyrkir hreyfihamlaðra), 50. mál

Málsnúmer 2012020129Vakta málsnúmer

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar lagði fram drög að umsögn um frumvarp til laga um félagslega aðstoð (bifreiðastyrkir hreyfihamlaðra).

Félagsmálaráð samþykkir umsögnina.

8.Stuðningsfjölskyldur - greiðslur til stuðningsfjölskyldna

Málsnúmer 2012030081Vakta málsnúmer

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdarstjóri og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldudeildar fóru yfir greiðslur til stuðningsfjölskyldna fatlaðra barna.

Málinu er frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 15:35.