Málsnúmer 2010110036Vakta málsnúmer
Kristín Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti tillögu að breytingum á gjaldskrá heimaþjónustu árið 2011. Lagt er til að gjald fyrir heimsendan mat hækki úr kr. 850 í kr. 890 eða um 4,7% vegna hækkana á aðkeyptum mat og akstri. Heildarverð á hvern heimsendan matarbakka er áætlaður kr. 1.121 á næsta ári. Niðurgreiðslur bæjarins á kostnaði við hvern heimsendan matarbakka verði því kr. 231 eða 20,6%. Meðaltalsniðurgreiðsla bæjarins á árunum 2001-2009 var um 18,3%. Lagt er til að gjaldskrá heimaþjónustu verði óbreytt að öðru leyti.
Félagsmálaráð þakkar áhugaverða og fræðandi kynningu og hvetur Akureyringa til að kynna sér starfsemina og leggja henni lið t.d. með söfnun á kertavaxi og línafgöngum.