Félagsmálaráð

1107. fundur 08. september 2010 kl. 14:00 - 17:15 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Dagur Fannar Dagsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
  • Brit Bieltvedt
  • Margrét Guðjónsdóttir
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Leiguíbúðir Akureyrarbæjar 2010

Málsnúmer 2010010095Vakta málsnúmer

Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi kynnti stöðu biðlista eftir félagslegum leiguíbúðum 31. júlí 2010. Þá biðu 107 eftir íbúð en voru 100 á sama tíma árið 2009. Biðtími eftir tveggja herbergja íbúðum er nú um það bil tvö ár. Til stendur að taka nokkrar íbúðir á leigu frá Félagsstofnun stúdenta og auk þess má búast við að listi styttist nokkuð í kjölfar endurnýjunar umsókna í haust og því má vænta nokkurra breytinga á biðlistanum á næstunni.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna og óskar eftir að fá upplýsingar um stöðuna að nýju í október nk.

2.Félagsleg liðveisla - áfrýjanir 2010

Málsnúmer 2010090014Vakta málsnúmer

Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri á búsetudeild kynnti áfrýjun á afgreiðslu umsóknar um félagslega liðveislu. Áfrýjun og afgreiðsla er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

3.Fjárhagserindi 2010 - áfrýjanir

Málsnúmer 2010030115Vakta málsnúmer

Karólína Gunnarsdóttir, starfandi framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Ester Lára Magnúsdóttir og Snjólaug Jóhannesdóttir, félagsráðgjafar, kynntu áfrýjanir vegna afgreiðslu fjölskyldudeildar á beiðnum um fjárhagsaðstoð. Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

4.Fjárhagsaðstoð 2010

Málsnúmer 2010010049Vakta málsnúmer

Karólína Gunnarsdóttir, starfandi framkvæmdastjóri og Ester Lára Magnúsdóttir verkefnastjóri á fjölskyldudeild kynntu yfirlit yfir fjárhagsaðstoð í janúar - júlí 2010. Fjárhagsaðstoð hefur haldið áfram að aukast umfram áætlun.

Félagsmálaráð mun halda áfram að fylgjast með þróun fjárhagsaðstoðar.

5.Heilsugæslustöðin - vinasjóður 2010

Málsnúmer 2010050068Vakta málsnúmer

Tilnefna þarf nýjan fulltrúa í stjórn Vinasjóðs HAK í stað fráfarandi formanns félagsmálaráðs.

Félagsmálaráð samþykkir að Inda Björk Gunnarsdóttir verði fulltrúi ráðsins í stjórn Vinasjóðs HAK.

6.Félagsmálaráð - rekstraryfirlit 2010

Málsnúmer 2010040019Vakta málsnúmer

Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA, Karólína Gunnarsdóttir starfandi framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Kristín Sóley Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynntu stöðu rekstrar eftir fyrstu sjö mánuði ársins. Rekstur er að mestu í samræmi við áætlanir. Nokkur umræða varð um aukið álag og áhrif þess á starfsfólk og þjónustu.

Félagsmálaráð lýsir ánægju sinni með hversu vel starfsfólki hefur gengið að halda rekstri innan áætlunar og felur framkvæmdastjórum og forstöðumönnum að koma þökkum til starfsmanna. Jafnframt telur ráðið brýnt að stjórnendur, bæði kjörnir og ráðnir, séu vakandi fyrir því að takmörk eru fyrir því hversu mikið er hægt að auka álag á starfsfólk á erfiðum tímum.

7.Menntasmiðja unga fólksins 2008-2010

Málsnúmer 2008080024Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð óskaði á fundi sínum þann 18. ágúst sl. eftir tilnefningum fulltrúa frá félagsmálaráði og fjölskyldudeild til setu í vinnuhópi um þróun Menntasmiðju unga fólksins og könnun á möguleikum þess að vinna að meðferðarúrræðum fyrir ungt fólk.

Afgreiðslu frestað.

8.Aflið - systursamtök Stígamóta - styrkbeiðni 2010

Málsnúmer 2010010001Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Akureyrarbæjar og Aflsins.

Afgreiðslu frestað.

9.Fjölsmiðjan á Akureyri - ósk um rekstrarstyrk 2010

Málsnúmer 2010060129Vakta málsnúmer

Fjallað um umsókn Fjölsmiðjunnar dags. 25. júní 2010 um rekstrarstyrk að upphæð 4 milljónir króna.

Samkvæmt ársreikningi Fjölsmiðjunnar var eiginfjárstaðan afar góð um sl. áramót og því telur félagsmálaráð ekki ástæðu til að veita Fjölsmiðjunni styrk á þessu ári. Umsókninni er synjað.

10.Hjúkrunarheimili Naustahverfi

Málsnúmer 2010050065Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar óskaði á fundi sínum 9. júlí sl. eftir að félagsmálaráð tilnefni fulltrúa sinn í verkefnislið vegna byggingar hjúkrunarheimilis í Naustahverfi.

Félagsmálaráð samþykkir að Dagur Fannar Dagsson verði fulltrúi ráðsins í verkefnisliðinu.

Fundi slitið.

Fundi slitið - kl. 17:15.