Bæjarstjórn

3370. fundur 17. mars 2015 kl. 16:00 - 17:27 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Logi Már Einarsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, breyting fyrir frístundahús við Búðargil

Málsnúmer 2015020045Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 25. febrúar 2015:
Skipulagsnefnd heimilaði skipulagsstjóra þann 15. október 2014 að gera tillögu að breytingu á aðalskipulagi og verður deiliskipulagsbreyting unnin samhliða (mál nr. 2014090264).
Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytinguna sem unnin er af Árna Ólafssyni frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf, dagsetta 25. febrúar 2015.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Njáll Trausti Friðbertsson D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Njáll Trausti Friðbertsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

2.Golfklúbbur Akureyrar, Jaðar - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2015030006Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 11. mars 2015:
Erindi dagsett 2. mars 2015 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Golfklúbbs Akureyrar, kt. 580169-7169, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna viðbyggingar við vélageymslu og æfingasvæðis á Jaðri. Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingunni dagsett 11. mars 2015 eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Samþykki Fasteigna Akureyrarbæjar liggur fyrir.
Einungis er um að ræða minniháttar tilfærslu á byggingarreitum fyrir vélageymslu og yfirbyggt æfingasvæði til höggæfinga og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Kortlagning hávaða - aðgerðaráætlun

Málsnúmer 2010010129Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 25. febrúar 2015:
Að ósk Umhverfisstofnunar hefur farið fram vinna um kortlagningu hávaða og gerð aðgerðaráætlunar skv. reglugerð nr. 1000/2005. Umhverfisstofnun hefur móttekið hávaðakort frá Akureyrarbæ sem unnið var 2012 og niðurstöður kortlagningarinnar gefa til kynna að hávaði er yfir umhverfismörkum á afmörkuðum svæðum. Ber því Akureyrarbæ að vinna áætlun um aðgerðir með það að markmiði að draga úr áhrifum hávaða, sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 1000/2005.
Verkfræðistofan Efla ehf hefur unnið tvær aðgerðaráætlanir sem byggja á kortlagningu hávaða á Akureyri sem fulltrúi Eflu kynnti.
Skipulagsnefnd þakkar fulltrúa Eflu fyrir kynninguna og samþykkir fyrir sitt leyti aðgerðaráætlun skv. tilskipun Evrópusambandsins og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða aðgerðaráætlun skv. tilskipun Evrópusambandsins með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Glerárdalur - fólkvangur

Málsnúmer 2012080081Vakta málsnúmer

22. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 11. mars 2015:
Tekið fyrir að nýju þar sem Umhverfisstofnun óskaði í tölvupósti dagsettum 6. mars 2015, eftir minniháttar breytingu á orðalagi á 5. gr. og 7. gr.
Fyrir liggur samþykki umhverfisnefndar dagsett 10. mars 2015 fyrir breytingartillögunni.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu Umhverfisstofnunar á breytingum á skilmálatexta fólkvangsins.
Afgreiðslu breytingartillögunnar er vísað til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða breytingartillögu Umhverfisstofnunar við 5. og 7. gr. í skilmálatexta fólkvangsins með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2011-2015

Málsnúmer 2011100052Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dagsett 26. febrúar 2015:
Margrét Kristín Helgadóttir bæjarfulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti verkefni sitt um úttekt á Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar og tillögur um breytingar. Verkefnið er hluti af meistaranámi í opinberri stjórnsýslu við HÍ og var unnið á samfélags- og mannréttindadeild sumarið 2014.
Umræður urðu í framhaldinu um endurskoðun jafnréttisstefnunnar.
Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Margréti fyrir góða kynningu.
Samfélags- og mannréttindaráð leggur til við bæjarstjórn að ráðist verði í endurskoðun jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar í samræmi við ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.
Silja Dögg Baldursdóttir L-lista lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:
Bæjarstjórn samþykkir að fela samfélags- og mannréttindaráði að endurskoða Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar í samráði við nefndir og deildir bæjarins eftir því sem við á.
Ný stefna verði lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar fyrir mitt ár 2015.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar - endurskoðun 2015 - seinni umræða

Málsnúmer 2015020055Vakta málsnúmer

7. liður í fundargerð bæjarstjórnar dagsett 17. febrúar 2015:
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar með 10 samhljóða atkvæðum.
Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Gunnar Gíslason óskar bókað:
Ég tel að það að setja á fót sérstaka atvinnumálanefnd hafi ekki verið rökstutt með skýrum hætti. Einu rökin sem hafa komið fram opinberlega eru þau að hér sé kominn nýr meirihluti. Þau rök skýra ekki hvers vegna ákveðið er að fara gegn niðurstöðu starfshóps sem vann að Atvinnustefnu Akureyrar 2014-2021, sem samþykkt var í lok síðasta kjörtímabils. Með þessu er verið að kljúfa og flækja stjórnsýslu atvinnumála að óþörfu. Því sit ég hjá við þessa afgreiðslu.

7.Samþykktir fastanefnda - endurskoðun - umhverfisnefnd

Málsnúmer 2013060144Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 19. febrúar 2015:
4. liður í fundargerð umhverfisnefndar dagsett 10. febrúar 2015:
Samþykkt um umhverfisnefnd tekin til umræðu.
Umhverfisnefnd samþykkir samþykktina fyrir sitt leyti.
Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir umhverfisnefnd og vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir umhverfisnefnd með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Samþykktir fastanefnda - endurskoðun - skipulagsnefnd

Málsnúmer 2013060144Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 19. febrúar 2015:
7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 11. febrúar 2015:
Lögð fram tillaga frá skipulagsstjóra um endurskoðaða samþykkt um skipulagsnefnd unna í samráði við bæjarlögmann og formann skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og leggur til við bæjarráð að hún verði samþykkt.
Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir skipulagsnefnd og vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir skipulagsnefnd með 11 samhljóða atkvæðum.

9.Starfsáætlun bæjarstjórnar 2015

Málsnúmer 2015030137Vakta málsnúmer

Gunnar Gíslason D-lista óskaði eftir umræðu um starfsáætlun bæjarstjórnar 2015.
Fram fóru almennar umræður.

10.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 19. og 26. febrúar og 5. og 12. mars 2015
Atvinnumálanefnd 27. febrúar 2015
Bæjarráð 19. og 26. febrúar og 12. mars 2015
Framkvæmdaráð 20. febrúar og 6. mars 2015
Íþróttaráð 26. febrúar 2015
Samfélags- og mannréttindaráð 26. febrúar 2015
Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra 2. mars 2015
Skipulagsnefnd 18. og 25. febrúar og 11. mars 2015
Skólanefnd 16. febrúar og 2. mars 2015
Stjórn Akureyrarstofu 26. febrúar 2015
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 20. febrúar og 6. mars 2015
Umhverfisnefnd 10. mars 2015
Velferðarráð 18. febrúar og 4. mars 2015

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 17:27.