Málsnúmer 2015030006Vakta málsnúmer
4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 11. mars 2015:
Erindi dagsett 2. mars 2015 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Golfklúbbs Akureyrar, kt. 580169-7169, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna viðbyggingar við vélageymslu og æfingasvæðis á Jaðri. Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingunni dagsett 11. mars 2015 eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Samþykki Fasteigna Akureyrarbæjar liggur fyrir.
Einungis er um að ræða minniháttar tilfærslu á byggingarreitum fyrir vélageymslu og yfirbyggt æfingasvæði til höggæfinga og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Njáll Trausti Friðbertsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.