Miðbæjarskipulag

Málsnúmer 2013030113

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3338. fundur - 23.04.2013

Bæjarfulltrúi Ólafur Jónsson D-lista óskar eftir umræðu um miðbæjarskipulag Akureyrarbæjar.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi  sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Logi Már Einarsson S-lista vék af fundi undir þessum lið.

 

Ólafur Jónsson D-lista óskaði eftir að umfjöllun málsins yrði frestað og tekið aftur fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar þegar fulltrúar allra framboða í bæjarstjórn yrðu mættir og var það samþykkt.

Bæjarstjórn - 3339. fundur - 07.05.2013

Bæjarfulltrúi Ólafur Jónsson D-lista óskaði eftir umræðu um miðbæjarskipulag Akureyrarbæjar.
Á fundi bæjarstjórnar þann 23. apríl sl. var málið á dagskrá og óskaði Ólafur þá eftir að umfjöllun málsins yrði frestað og tekið aftur fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar þegar fulltrúar allra framboða í bæjarstjórn yrðu mættir og var það samþykkt.
Almennar umræður fóru fram um miðbæjarskipulag Akureyrarbæjar.