Málsnúmer 2023090795Vakta málsnúmer
Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. febrúar 2024:
Lögð fram tillaga að lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Akureyrarbæjar 2018-2030 sem nær til svæðis við Austursíðu, til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 31. janúar sl.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við lýsinguna. Ráðið leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki lýsinguna og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Andri Teitsson kynnti.
Til máls tóku Jón Hjaltason, Andri Teitsson, Hilda Jana Gísladóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir L-lista sat fundinn í forföllum Höllu Bjarkar Reynisdóttur.
Heimir Örn Árnason varaforseti bæjarstjórnar stýrði fundi í fjarveru Höllu Bjarkar Reynisdóttur.