Málsnúmer 2020110359Vakta málsnúmer
Rætt um rekstur hjúkrunarheimila.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson hóf umræðuna og reifaði aðdraganda þess að bæjaryfirvöld ákváðu í lok apríl 2020 að endurnýja ekki samning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um rekstur Öldrunarheimila Akureyrar sem rann út 31. desember sl. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir það sem gerst hefur í málinu frá því að Akureyrarbær tilkynnti SÍ að samningurinn yrði ekki endurnýjaður.
Auk þeirra tóku til máls Lára Halldóra Eiríksdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Hilda Jana Gísladóttir, Halla Björk Reynisdóttir og Hlynur Jóhannsson.