Málsnúmer 2015030249Vakta málsnúmer
11. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 13. desember 2017:
Erindi dagsett 25. apríl 2015 þar sem Pétur Ólafsson f.h. Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, sækir um breytingar á deiliskipulagi fyrir lóðir nr. 2-4 við Skipatanga.
Skipulagstillagan var auglýst frá 14. desember 2016 með athugasemdafresti til 25. janúar 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Ein umsögn barst.
1) Norðurorka, dagsett 15. desember 2016.
Breytingin hefur ekki áhrif á veitur Norðurorku.
Ein athugasemd barst.
1) Hverfisnefnd Oddeyrar, dagsett 6. febrúar 2017.
Hverfisnefndin leggst alfarið gegn því að deiliskipulagi sé breytt á þessum stað meðan ekki er hægt að breyta á öðrum stöðum á Oddeyri vegna vinnu við fyrirhugað rammaskipulag. Þá virðast vinnubrögðin vera þannig að þarna sé landnotkun breytt í bága við gildandi skipulag (gámastæðum raðað á athafnasvæði fiskihafnar) og skipulaginu breytt eftir á. Nauðsynlegt er að taka afgerandi afstöðu til starfsemi á hafnarsvæðum. Gámasvæði við Hjalteyrargötu er þannig úr öllum takti við íbúðasvæði í grenndinni og það verður að fara annað. Farið er fram á að deiliskipulagstillagan verði ekki tekin til efnislegrar afgreiðslu fyrr en búið er að klára ferlið sem hófst með gerð rammaskipulagsins.
Skipulagsráð frestaði afgreiðslu erindisins á fundi 8. febrúar 2017 þar til rammaskipulag Oddeyrar yrði staðfest.
Svar við athugasemd 1).
Þar til uppbygging á Dysnesi er komin til framkvæmdar er óhjákvæmilegt að þjónusta við gámaflutninga verði áfram á Akureyri enda hafa auknir strandflutningar skapað betri rekstrarmöguleika fyrir fyrirtæki á svæðinu.
Ekki er möguleiki að byggja upp gámasvæði vegna plássleysis í Krossanesi og því er nauðsynlegt að þau verði þróuð áfram á þeim svæðum sem þau eru í dag þó að nábýlið sé við íbúðabyggð neðst á Oddeyri.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Sigurjón Jóhannesson D-lista mætti í forföllum Baldvins Valdemarssonar.