Bæjarráð

3455. fundur 16. apríl 2015 kl. 08:30 - 12:03 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista mætti í forföllum Loga Más Einarssonar.
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.

1.Vinnuskólinn

Málsnúmer 2015010061Vakta málsnúmer

Umræður um málefni vinnuskólans.
Silja Dögg Baldursdóttir formaður samfélags- og mannréttindaráðs, Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar, Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála, Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur, Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála, Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og fulltrúar ungmennaráðs þeir Ari Orrason og Jörundur Guðni Sigurbjörnsson mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar gestunum komuna á fundinn og góðar umræður.
Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista vék af fundi kl. 09:27 og mætti aftur kl. 10:00.

2.Dómur E-181/2014

Málsnúmer 2014060169Vakta málsnúmer

Lagður fram dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra nr. E-181/2014. Mál höfðað af Akureyrarkaupstað á hendur Snorra Óskarssyni og innanríkisráðuneytinu til réttargæslu.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið og kynnti dóminn.
Bæjarráð frestar ákvörðun um áfrýjun til næsta fundar.
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista vék af fundi 10:05.

3.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2015

Málsnúmer 2015040016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til febrúar 2015.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2014

Málsnúmer 2014120127Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð bæjarstjórnar dagsett 7. apríl 2015:
Fram kom tillaga um að vísa ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráð undir þessum lið.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2014 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

5.Félagsstofnun stúdenta - ársreikningur 2015

Málsnúmer 2015040045Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri fyrir árið 2014.

6.Fóðurverksmiðjan Laxá hf - aðalfundur 2015

Málsnúmer 2015040071Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 14. apríl 2015 frá rekstrarstjóra Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf þar sem boðað er til aðalfundar mánudaginn 27. apríl 2015 í Stássinu/Greifanum og hefst hann kl. 14:00.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

7.Atvinnuátaksverkefni fyrir námsmenn í samvinnu við Vinnumálastofnun sumarið 2015

Málsnúmer 2015040027Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Vinnumálastofnun dagsett 7. apríl 2015 þar sem kynnt er átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar.
Bæjarráð felur Höllu Margréti Tryggvadóttur starfsmannastjóra að óska eftir þátttöku fyrir hönd Akureyrarbæjar í verkefninu.

Fundi slitið - kl. 12:03.