Bæjarráð

3453. fundur 26. mars 2015 kl. 08:30 - 11:57 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Áshildur Hlín Valtýsdóttir Æ-lista mætti í forföllum Margrétar Kristínar Helgadóttur.

1.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2014

Málsnúmer 2014120127Vakta málsnúmer

Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2014.
Hólmgrímur Bjarnason og Aðalsteinn Sigurðsson endurskoðendur frá Deloitte ehf mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og skýrðu ársreikninginn.
Einnig sátu Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri, Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2014 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2.Háskólinn á Akureyri og Akureyrarkaupstaður - rammasamningur

Málsnúmer 2011110017Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skólanefndar dagsett 16. mars 2015:
Rammasamningur Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri, skólaþróunardeildar.
Skólanefnd samþykkir endurnýjun samnings við Háskólann á Akureyri og vísar samningnum til bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir samninginn.

3.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerð

Málsnúmer 2014100184Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 19. mars 2015.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Gunnar Gíslason D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Gunnar Gíslason vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Þegar kom að 8. lið fundargerðarinnar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarráð vísar 1. lið til skóladeildar, 2. og 5. liður er lagður fram til kynningar í bæjarráði, 3. lið er vísað til skipulagsnefndar, 4. og 12. lið til framkvæmdadeildar, 6., 7. og 9. lið til bæjarstjóra, 8. lið til bæjarlögmanns, 10. og 11. lið til íþróttaráðs.
Þegar hér var komið fundi vék Áshildur Hlín Valtýsdóttir Æ-lista af fundi.

4.Viðmið um notkun persónulegs samskipta- og tölvubúnaðar á fundum

Málsnúmer 2015030146Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dagsett 19. mars 2015:
Bergþóra Þórhallsdóttir D-lista lagði fram eftirfarandi bókun og tillögu:
Breytingar í samfélagi okkar einkennast meðal annars af aukinni tækninotkun, hraðri þróun í tækni- og hugbúnaði, auknu aðgengi upplýsinga og auknum samskiptamöguleikum. Einstaklingar sem gegna trúnaðar- og embættisstörfum á vegum Akureyrarbæjar fara ekki varhluta af því. Þeir mæta gjarnan á fundi á vegum Akureyrarbæjar með tæknibúnað af ýmsu tagi sem þykir orðið sjálfsagður búnaður til að einfalda bæði undirbúning, skipulag og verkferla. Mikilvægt er að til séu viðmið um notkun tækninnar meðan á fundum stendur.
Bergþóra leggur fram eftirfarandi tillögu:
Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar telur mikilvægt að setja skýr viðmið um tækninotkun á fundum ráðsins. Samfélags- og mannréttindaráð setur sér eftirfarandi viðmið um notkun persónulegs samskipta- og tölvubúnaðar á fundum ráðsins:

- Persónulegur samskiptabúnaður (tölvur og símar) eru eingöngu notaðir vegna málefna funda hverju sinni.
- Slökkt er á símatengingu eða hún höfð á hljóðlausri stillingu.
- Myndataka eða hljóðupptaka með persónulegum samskiptabúnaði (tölvu eða síma) er eingöngu leyfð með samþykki allra fundarmanna.
Nefndar-/ráðsmaður getur óskað eftir undanþágu hjá fundarstjóra frá ofangreindum viðmiðun ef mikið liggur við.
Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar hvetur bæjarstjórn, nefndir og önnur ráð á vegum bæjarins að gera slíkt hið sama.
Samfélags- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð, að tekin verði upp umræða um hvort setja eigi viðmið um notkun persónulegs samskiptabúnaðar á fundum.
Bæjarráð telur ekki ástæðu til að bregðast sérstaklega við tillögunni og vísar til siðareglna og samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar.

5.Tillaga til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun, 166. mál

Málsnúmer 2015030183Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 17. mars 2015 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun, 166. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. mars 2015 á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0172.html

6.Önnur mál

Málsnúmer 2015010001Vakta málsnúmer

Rætt um atvinnumál í Hrísey og Grímsey.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir atvinnumálafulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 11:57.