Bæjarráð

3446. fundur 29. janúar 2015 kl. 09:00 - 11:11 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Margrét Kristín Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Elín Dögg Guðjónsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Atvinnumálanefnd

Málsnúmer 2015010158Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að samþykkt fyrir atvinnumálanefnd.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að samþykkt um atvinnumálanefnd og felur bæjarstjóra að vinna að nauðsynlegum breytingum sem gera verður samhliða á samþykktum annarra nefnda og stjórnkerfi bæjarins.

2.Eyþing - sóknaráætlun og Strætó

Málsnúmer 2015010238Vakta málsnúmer

Formaður Eyþings, Logi Már Einarsson, fór yfir stöðu verkefna á vegum Eyþings.

3.Verkfallslisti - auglýsing 2015

Málsnúmer 2015010145Vakta málsnúmer

Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri mætti á fund bæjarráðs og lagði fram tillögu að breytingu á lista yfir starfsmenn sveitarfélagsins sem ekki hafa verkfallsheimild skv. lögum um opinbera starfsmenn.
Bæjarráð samþykkir breytinguna.

4.Stjórnendaálag

Málsnúmer 2015010235Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 26. janúar 2015:
Umræða um reglur Akureyrarbæjar og fyrirkomulag greiðslu stjórnendaálags skv. grein 1.5.3 í kjarasamningum aðildarfélaga BHM og fleiri félaga.
Kjarasamninganefnd samþykkti að leggja til við bæjarráð að gerð verði breyting á áður samþykktu fyrirkomulagi.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar.

5.Frumvarp til laga um örnefni (heildarlög), 403. mál

Málsnúmer 2015010222Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags. 22. janúar 2015 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um örnefni (heildarlög), 403. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. janúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0586.html

Fundi slitið - kl. 11:11.