Bæjarráð

3441. fundur 11. desember 2014 kl. 09:00 - 12:12 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Margrét Kristín Helgadóttur áheyrnarfulltrúi Æ-lista boðaði forföll sín og varamanns.

1.Mánaðarskýrslur - ný upplýsingamiðlun

Málsnúmer 2014120043Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að mánaðarskýrslu 1. tbl. er varðar rekstur sveitarfélagsins.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir atvinnumálafulltrúi mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og kynnti málið.

Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og fagnar þessari nýjung.

2.Tónlistarskólinn á Akureyri - innheimta skólagjalda

Málsnúmer 2014100089Vakta málsnúmer

Rætt um innheimtu skólagjalda vegna verkfalls tónlistarskólakennara.

Bæjarráð samþykkir að fella niður innheimtu skólagjalda sem koma til greiðslu í janúar 2015 hjá þeim er urðu fyrir skerðingu á kennslu vegna verkfalls tónlistarskólakennara.

3.Námsstyrkjasjóður sérmenntaðra starfsmanna - staða sjóðsins

Málsnúmer 2012090152Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð fræðslunefndar dagsett 8. september 2014:
Um áramótin 2008-2009 var ákveðið að gera tímabundið hlé á fjárveitingu í Námsstyrkjasjóð sérmenntaðra starfsmanna. Fræðslunefnd hefur frá árinu 2010 óskað eftir að aftur verði veitt fjármagni í sjóðinn sbr. bréf dagsett 6. desember 2010.

Á fundi kjarasamninganefndar 26. september 2011 ákvað nefndin að framlengja hléið um eitt ár með svofelldri bókun:
Formaður kjarasamninganefndar hefur farið yfir tilurð sjóðsins ásamt meirihluta bæjarráðs og ákvörðun verið tekin um að ekki verði sett fjármagn til Námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna á árinu 2012, þar sem sá sjóður er ekki bundinn kjarasamningum. Þar með er ljóst að það tímabundna hlé sem gert var á greiðslum til sjóðsins hefur verið lengt um eitt ár.

Á fundi fræðslunefndar 17. september 2012 bókaði nefndin eftirfarandi:
Með vísan til framangreindrar bókunar kjarasamninganefndar óskar fræðslunefnd eftir upplýsingum um fjárveitingar til sjóðsins og skorar á bæjarráð að fella úr gildi tímabundið hlé sem hefur verið gert á greiðslum til sjóðsins frá árinu 2009.

Á fundi fræðslunefndar 22. maí 2013 var erindið ítrekað og skorað á bæjarráð að veita að nýju fjármagni til Námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna frá hausti 2013. Ekki var veitt fjármagn til sjóðsins í fjárhagsáætlun ársins 2014.

Fræðslunefnd tók á ný til umfjöllurnar stöðu Námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna 8. september 2014 og bókaði svohljóðandi: Samþykkt um styrki til námsleyfa sérmenntaðra starfsmanna Akureyrarbæjar segir í 1. gr.:
Bæjarstjórn Akureyrar vill með samþykkt þessari stuðla að því að efla menntun og þekkingu sérmenntaðra starfsmanna sinna ....

Fræðslunefnd ítrekar erindi sitt og skorar á bæjarráð að veita að nýju fjármagni til Námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.

Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu en telur rétt að endurskoða málið við gerð fjárhagsáætlunar 2016.

4.Íþróttabandalag Akureyrar - íþróttasaga Akureyrar

Málsnúmer 2013070154Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð íþróttaráðs dagsett 4. desember 2014:
Erindi 2. desember 2014 frá stjórn ÍBA þar sem óskað er eftir þátttöku Akureyrarbæjar í fjármögnun á ritun íþróttasögu Akureyrar. Sambærilegt erindi var tekið fyrir á fundi íþróttaráðs 22. ágúst 2013. Síðan þá hafa forsendur fjármögnunar verkefnsins breyst.
Íþóttaráð telur mikilvægt að hefja vinnu við ritun íþróttasögu Akureyrar.
Íþróttaráð vísar erindinu til bæjarráðs og felur formanni að fylgja málinu eftir í bæjarráði.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

5.Verkefnasjóður Háskólans á Akureyri

Málsnúmer 2012070047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. nóvember 2014, móttekið 8. desember 2014, frá Eyjólfi Guðmundssyni rektor Háskólans á Akureyri, þar sem óskað er eftir að gerður verði samningur milli Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri um styrk til Verkefnasjóðs Háskólans á Akureyri - Akureyrarsjóðs, að upphæð 1,5 mkr. á ári næstu fjögur ár.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Háskólann á Akureyri og felur bæjarstjóra frágang málsins.

6.Greið leið ehf - hlutafjáraukning

Málsnúmer 2012090013Vakta málsnúmer

Erindi dags. 3. desember 2014 frá Pétri Þór Jónassyni formanni stjórnar Greiðar leiðar ehf varðandi hækkun á hlutafé félagsins og hvort Akureyrarbær hyggst nýta forkaupsrétt sinn.

Bæjarráð samþykkir að nýta forkaupsrétt Akureyrarbæjar í 39.000.000 kr. hlutafjáraukningu, hlutur Akureyrarbæjar í aukningunni er 39,29%, eða 15.322.838 kr.

7.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - 2015-2018

Málsnúmer 2014060172Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð bæjarstjórnar dagsett 18. nóvember 2014:
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2015-2018 til frekari yfirferðar i bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A og B-hluti
Samstæðureikningur, Sveitarsjóður A-hluti
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2015
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2016
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2017
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2018
Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2015-2018

A-hluta stofnanir:
Aðalsjóður
Eignasjóður gatna o.fl.
Fasteignir Akureyrarbæjar
Framkvæmdamiðstöð

B-hluta stofnanir:
Bifreiðastæðasjóður Akureyrar
Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar
Félagslegar íbúðir
Framkvæmdasjóður Akureyrar
Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur
Hafnasamlag Norðurlands
Norðurorka hf
Strætisvagnar Akureyrar
Öldrunarheimili Akureyrar

Bæjarráð samþykkir að vísa frumvarpinu til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri viku af fundi kl. 11:40.

8.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2014

Málsnúmer 2014010020Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 822. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 21. nóvember 2014. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

9.Frumvarp til laga um húsaleigubætur (réttur námsmanna), 211. mál

Málsnúmer 2014120019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 2. desember 2014 frá Velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um húsaleigubætur (réttur námsmanna), 211. mál, 2014.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0240.html

10.Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði o.fl.), 366. mál

Málsnúmer 2014120035Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 4. desember 2014 frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði o.fl.), 366. mál, 2014.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0483.html

11.Tillaga til þingsályktunar um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna, 397. mál

Málsnúmer 2014110241Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 27. nóvember 2014 frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna, 397. mál, 2014. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0551.html

12.Frumvarp til laga um almannatryggingar (aldurstengd örorkuuppbót), 35. mál

Málsnúmer 2014110257Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 28. nóvember 2014 frá Velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um almannatryggingar (aldurstengd örorkuuppbót), 35. mál, 2014.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 19. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0035.html

13.Frumvarp til laga um 40 stunda vinnuviku o.fl. (færsla frídaga að helgum), 258. mál

Málsnúmer 2014110258Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 28. nóvember 2014 frá Velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um 40 stunda vinnuviku o.fl. (færsla frídaga að helgum), 258. mál, 2014.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 19. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0297.html

Fundi slitið - kl. 12:12.