Bæjarráð

3439. fundur 28. nóvember 2014 kl. 09:00 - 11:48 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Margrét Kristín Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2015-2018

Málsnúmer 2014060172Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017 - viðauki

Málsnúmer 2013050198Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017 vegna aukins kostnaðar við snjómokstur og hálkuvarnir að upphæð kr. 40.000.000.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka.

3.Álagning gjalda - fasteignagjöld - 2015

Málsnúmer 2014110191Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2015:

a) I) Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis verði 0,38% af fasteignamati húsa og lóða.
II) Fasteignaskattur hesthúsa og verbúða verði 0,625% af fasteignamati húsa og lóða
b) Fasteignaskattur sjúkrastofnana, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna verði 1,32% af fasteignamati og lóðarréttindum.
c) Fasteignaskattur af öðru húsnæði en a) og b) lið verði 1,65% af fasteignamati húsa og lóða.
d) Lóðarleiga verði 0,5% af fasteignamati lóða fyrir íbúðarhúsnæði.
e) Lóðarleiga verði 2,8% af fasteignamati lóða vegna b) og c) liðar.

Vatnsgjald
f) Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald kr. 8.005,20 pr. íbúð og kr. 120,10 pr. fermetra.
g) Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald kr. 16.010,41 pr. eign og kr. 120,10 pr. fermetra.
Árlegt vatnsgjald í sumarbústöðum/frístundahúsum skal að lágmarki vera kr. 22.676,80 á ári.
Árleg vatnsgjöld fyrir sveitabýli, eitt íbúðarhús og útihús á sömu kennitölu skulu vera eitt fastagjald og fullt fermetragjald af íbúðarhúsinu og 1/2 fermetragjald af öðrum húsum.

Aukavatnsgjald
Auk vatnsgjalds, skulu fyrirtæki og aðrir, er nota vatn til annars en heimilisþarfa, greiða aukavatnsgjald. Aukavatnsgjald skal að jafnaði innheimta samkvæmt mæli sem Norðurorka leggur til og er gjald fyrir mæli innifalið í fastagjaldi fyrir matseiningu. Mælar eru settir upp þar sem áætla má að vatnsnotkun sé mikil. Auk þessa er ákvæði í reglugerð um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005 sem heimilar innheimtu samkvæmt áætlun ef ekki er hægt að koma við mælingu.
Rúmmálsgjald 21,52 kr./m³. Fyrstu 100.000 m³.
Rúmmálsgjald 19,75 kr./m³. Eftir fyrstu 100.000 m³ til 250.000 m³.
Rúmmálsgjald 16,15 kr./m³. Eftir fyrstu 250.000 m³.
Miðað er við ársnotkun.

Fráveitugjald
h) Árlegt fráveitugjald af íbúðarhúsnæði er fast gjald kr. 8.000 á íbúð og kr. 189 á hvern fermetra.
Árlegt fráveitugjald af öðru húsnæði en á íbúðum er fast gjald kr. 8.000 á matseiningu og kr. 189 á hvern fermetra.

Tengigjald
Tengigjald vegna nýtengingar fráveitu við einstaka fasteign er kr. 200.000. Verð miðast við tvöfalda 100-150 mm. tengingu við lóðamörk.
Gert er ráð fyrir að fjölbýlishús, par- og raðhús o.s.frv. séu með óskipta lóð og einungis ein tvöföld tenging sé fyrir hverja lóð. Sé óskað eftir fleiri tengingum inn á lóð greiðist það sérstaklega. Sé sótt um stærri heimlögn en getið er um hér að ofan þarf að snúa sér til Norðurorku með fyrirspurn um verð. Sama á við ef aðstæður eru óvenju erfiðar þannig að ætla má að tengikostnaður sé úr takti við almennar tengingar.
Vatnsgjald og fráveitugjald (holræsagjald) leggst á nýjar eignir þegar þær teljast fokheldar skv. fasteignamati.

Almennir gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2015 eru átta, 3. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september. Gjalddagi fasteignagjalda, að lægri fjárhæð en 12.000 kr., er 3. febrúar 2015. Gjalddagar fasteignagjalda, sem lögð eru á nýjar eignir á árinu, eru jafn margir og almennu gjalddagarnir sem eftir eru ársins þegar álagning fer fram. Frá 1. september er einn gjalddagi vegna nýrra eigna, 3. dagur hvers mánaðar eftir álagningu.

Bæjarráð samþykkir tillögu um álagninu fasteignagjalda fyrir árið 2015 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Álagning gjalda - útsvar - 2015

Málsnúmer 2014110192Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að útsvarsprósentan í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2015 í Akureyrarkaupstað verði óbreytt eða 14,52%.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að útsvarsprósenta verði óbreytt eða 14,52% og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - gjaldskrár 2015

Málsnúmer 2014060172Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2015.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagðar gjaldskrár og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu og óskaði bókað:

Í skólastefnu Akureyrarbæjar kemur fram að leita skuli leiða til að gera leikskólann gjaldfrían. 7% hækkun á leikskólagjöldum er þvert á þessa stefnu. Leikskólinn hefur verið viðurkenndur sem fyrsta skólastigið og hluti af menntakerfi samfélagsins, það er því mikið jafnaðar- og jafnréttismál í nútíma samfélagi að allir eigi kost á leikskóladvöl fyrir börn sín án tillits til efnahags og því er það stórt skref aftur á bak ef bæjarstjórn Akureyrar tekur ákvörðun um að víkja frá stefnu um gjaldfrían leikskóla. Ég get því ekki stutt framlagðar gjaldskrár.

6.Tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Vestmannaeyjaflugvöll og Ísafjarðarflugvöll, 121. mál

Málsnúmer 2014110174Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 20. nóvember 2014 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Vestmannaeyjaflugvöll og Ísafjarðarflugvöll, 121. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 4. desember á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0123.html

7.Hverfisnefnd Oddeyrar - fundargerðir 2014

Málsnúmer 2014010011Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 56. fundar hverfisnefndar Oddeyrar dagsett 18. nóvember 2014. Fundargerðina má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/oddeyri/fundargerdir

8.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2010-2015

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 85. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dagsett 29. október 2014. Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir

9.Dómur í máli nr. E-188/2013

Málsnúmer 2012110173Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar niðurstaða í dómsmáli nr. E-188/2013.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 11:48.