Bæjarráð

3421. fundur 31. júlí 2014 kl. 09:00 - 10:45 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson varaformaður
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Margrét Kristín Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Leikfélag Akureyrar - styrkbeiðni 2014

Málsnúmer 2014070087Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu og fól formanni stjórnar Akureyrarstofu að afla frekari gagna.
Erindi dagsett 10. júlí 2014 frá Hlyni Hallssyni varaformanni stjórnar Leikfélags Akureyrar þar sem óskað er eftir 7,5 milljón kr. aukafjárveitingu til þess að félagið geti haldið úti lágmarksstarfsemi til loka ársins 2014.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið. Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Logi Már Einarsson S-lista sat hjá við afgreiðslu.

Guðmundur Baldvin vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Í hans stað mætti Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista á fundinn undir þessum lið.

Logi Már Einarsson varaformaður stýrði fundi undir þessum lið.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir að veita 7,5 milljónum kr. til Menningarfélags Akureyrar í þeim tilgangi að tryggja samfellu í starfsemi Leikfélags Akureyrar.

Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Ingibjörg Ólöf vék af fundinum og Guðmundur Baldvin tók aftur sæti og tók við fundarstjórn.

2.Kvenna-/jafnréttisstyrkir íþróttaráðs

Málsnúmer 2014040042Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð íþróttaráðs dagsett 10. júlí 2014:
Erindi dagsett 7. júlí 2014 frá forstöðumanni íþróttamála varðandi fjármagn til styrkveitinga.
Íþróttaráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni fyrir sitt leyti og óskar eftir samþykki bæjarráðs fyrir aukinni fjárveitingu sem nemur kr. 3.800.000 á þessu fjárhagsári.

Bæjarráð samþykkir beiðni íþróttaráðs og felur íþróttaráði að ganga frá viðmiðunum og reglum um íþróttastyrki og leggja fyrir bæjarráð.

3.Golfklúbbur Akureyrar - viðræður um lokagreiðslu

Málsnúmer 2013120143Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð íþróttaráðs dagsett 10. júlí 2014:
Bæjarráð vísaði drögum að samningi um lokagreiðslu til Golfklúbbs Akureyrar til íþróttaráðs til umsagnar á fundi sínum 28. maí sl.
Íþróttaráð leggur til að bæjarráð gangi frá samningi við GA samkvæmt fyrirliggjandi drögum að samningi um lokagreiðslu.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

Fundi slitið - kl. 10:45.