Málsnúmer 2011020029Vakta málsnúmer
2. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 18. maí 2011:
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkti á fundi sínum 16. febrúar sl. að fela vinnuhópi skipuðum fulltrúum úr samfélags- og mannréttindaráði og frá samfélags- og mannréttindadeild að móta framtíðarsýn fyrir félagsmiðstöðvar unglinga. Tillögur vinnuhópsins voru lagðar fyrir ráðið.
Fulltrúar í vinnuhópnum þau Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála, Gunnlaugur V. Guðmundsson og Linda Björk Pálsdóttir umsjónarmenn félagsmiðstöðva sátu fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir framlagða tillögu og vísar óskum um aukið fjármagn til bæjarráðs. Ráðið leggur áherslu á að málinu verði veitt brautargengi þar sem starfsemi félagsmiðstöðva er orðin mun faglegri en áður og hefur allar forsendur
forvarna í víðum skilningi. Ráðið sér eflingu félagsmiðstöðva sem leið til að bregðast við þeim vísbendingum um að í þeim sveitarfélögum þar sem skorið hefur verið niður í starfsemi félagsmiðstöðva hafi neysla vímuefna aukist til muna. Samfélags- og mannréttindaráð lítur því á þetta sem nauðsynlegt tækifæri til inngrips.
Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála, Gunnlaugur V. Guðmundsson og Linda Björk Pálsdóttir umsjónarmenn félagsmiðstöðva sátu fund bæjarráðs sem gestir undir þessum lið.
Einnig sat Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar fundinn undir þessum lið.