Bæjarráð

3396. fundur 09. janúar 2014 kl. 09:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Sigurður Guðmundsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Sigurður Guðmundson A-lista mætti á fundinn kl. 09:23 og var ekki við umfjöllun og afgreiðslu á 1., 2. og 4. lið dagskrár.

1.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerðir 2013

Málsnúmer 2013010076Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 69. fundar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 3. desember 2013.
Fundargerðina má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdir-1

2.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2013

Málsnúmer 2013020001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 811. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 13. desember 2013.

3.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa

Málsnúmer 2009090017Vakta málsnúmer

Farið yfir siðareglur kjörinna fulltrúa í Akureyrarkaupstað.

4.Afskriftir lána 2013

Málsnúmer 2013120039Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 11. desember 2013:
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lagði fram áætlun um afskriftir lána 2013.
Félagsmálaráð samþykkir áætlunina og vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir afskriftir lána 2013 að upphæð kr. 1.735.858.

5.Afskriftir krafna 2013

Málsnúmer 2014010071Vakta málsnúmer

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri lagði fram tillögu dags. 6. janúar 2014 um afskriftir krafna.
Kröfurnar eru frá árunum 2010 og eldri árum. Jafnframt er um að ræða yngri kröfur hjá gjaldþrota aðilum og einstaklingum sem fengið hafa greiðsluaðlögun.
Samtals er um 921 kröfu að ræða að fjárhæð kr. 19.725.466.

Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra.

6.Bæjarsjóður - yfirlit um rekstur 2013

Málsnúmer 2013040268Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til nóvember 2013.
Ólafur Jónsson D-lista vék af fundi kl. 10:08.

Fundi slitið - kl. 11:00.