Bæjarráð

3394. fundur 19. desember 2013 kl. 09:00 - 11:07 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Oddur Helgi Halldórsson varaformaður
  • Hlín Bolladóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Sigurður Guðmundsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fráveita Akureyrarbæjar - flutningur til Norðurorku hf

Málsnúmer 2013100211Vakta málsnúmer

Framhald umræðna frá síðasta fundi bæjarráðs um málið.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Halla Björk Reynisdóttir L-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið vegna stjórnarsetu í Norðurorku hf.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt.
Halla Björk Reynisdóttir vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins og í hennar stað mætti Hlín Bolladóttir L-lista undir þessum lið.
Oddur Helgi Halldórsson varaformaður tók við fundarstjórn undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu en boðar til fundar um framhald málsins mánudaginn 30. desember nk. kl. 16:00.

Hlín Bolladóttir vék af fundi og Halla Björk Reynisdóttir formaður bæjarráðs mætti og tók við fundarstjórn.

2.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerð

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 74. fundar hverfisráðs Hríseyjar dags. 3. desember 2013. Fundargerðina má finna á slóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir

Bæjarráð vísar 1. lið a) og c), 3., 5. og 6. lið til framkvæmdadeildar, 1. lið b) til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

1. liður d) til h) og 2., 4., 9., 10., 11. og 12. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

7. lið er vísað til bæjarstjóra.

8. liður: Ekki stendur til að breyta aðkomu sveitarfélagsins að frekari niðurgreiðslu fargjalda í Hríseyjarferjuna.

3.Molta ehf - aðalfundur

Málsnúmer 2013120117Vakta málsnúmer

Erindi dags. 13. desember 2013 frá Sigmundi Ófeigssyni stjórnarformanni Moltu ehf þar sem hann boðar fyrir hönd stjórnar til aðalfundar Moltu ehf mánudaginn 30. desember nk. kl. 12:00 á Hótel Kea.

Bæjarráð felur Oddi Helga Halldórssyni formanni framkvæmdaráðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

4.Flokkun Eyjafjörður ehf - aðalfundur 2013

Málsnúmer 2013060138Vakta málsnúmer

Erindi dags. 13. desember 2013 frá Eiríki Hauki Haukssyni stjórnarformanni þar sem hann boðar fyrir hönd stjórnar til aðalfundar Flokkunar ehf mánudaginn 30. desember nk. kl. 14:00 á Hótel Kea.

Bæjarráð felur Oddi Helga Halldórssyni formanni framkvæmdaráðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

5.Greið leið ehf - hlutafjáraukning

Málsnúmer 2012090013Vakta málsnúmer

Erindi dags. 13. desember 2013 frá Pétri Þór Jónassyni formanni stjórnar Greiðar leiðar ehf varðandi hækkun á hlutafé félagsins og hvort Akureyrarbær hyggst nýta forkaupsrétt sinn.

Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti Akureyrarkaupstaðar á hlutafé í Greiðri leið ehf.

Í lok fundar óskaði formaður bæjarráðs bæjarráðsmönnum og starfsmönnum Akureyrarbæjar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkaði samstarfið á árinu.

Fundi slitið - kl. 11:07.