Málsnúmer 2013100211Vakta málsnúmer
Framhald umræðna frá síðasta fundi bæjarráðs um málið.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Halla Björk Reynisdóttir L-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið vegna stjórnarsetu í Norðurorku hf.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt.
Halla Björk Reynisdóttir vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins og í hennar stað mætti Hlín Bolladóttir L-lista undir þessum lið.
Oddur Helgi Halldórsson varaformaður tók við fundarstjórn undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu en boðar til fundar um framhald málsins mánudaginn 30. desember nk. kl. 16:00.