Bæjarráð

3389. fundur 14. nóvember 2013 kl. 08:00 - 11:35 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Sigurður Guðmundsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista mætti í forföllum Geirs Kristins Aðalsteinssonar.

1.Þróunarstjóri

Málsnúmer 2013110068Vakta málsnúmer

Karl Frímannsson þróunarstjóri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og fór yfir stöðu verkefna.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017

Málsnúmer 2013050198Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Gunnar Gíslason fræðslustjóri og Preben Jón Pétursson formaður skólanefndar mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista vék af fundi kl. 10:30.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2013-2016 - viðauki

Málsnúmer 2012060047Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2013.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2013 og vísar honum til bæjarstjórnar til samþykktar.

4.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerðir 2013

Málsnúmer 2013010076Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 68. fundar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 5. nóvember 2013.
Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdir-2012-2013

Bæjarráð vísar fundargerðinni til skipulagsnefndar.

5.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 73. fundar hverfisráðs Hríseyjar dags. 5. nóvember 2013. Fundargerðina má finna á slóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir

Fundargerðin lögð fram til kynningar í bæjarráði.

6.Snorraverkefnið - styrkbeiðni 2014

Málsnúmer 2013110065Vakta málsnúmer

Erindi dags. 4. nóvember 2013 frá Ástrós Signýjardóttur f.h. stjórnar Snorrasjóðs þar sem óskað er eftir stuðningi frá Akureyrarbæ við verkefnið árið 2014.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

7.Eyþing - fulltrúaráð

Málsnúmer 2013110069Vakta málsnúmer

Erindi dags. 4. nóvember 2013 frá Eyþingi þar sem fram kemur að á aðalfundi Eyþings 27. og 28. september sl. hafi verið samþykkt tillaga að breytingum á lögum Eyþings sem felur meðal annars í sér að komið verði á fót fulltrúaráði. Akureyrarbær skal skipa 5 fulltrúa í ráðið.

Bæjarráð skipar þau Höllu Björk Reynisdóttir, Geir Kristinn Aðalsteinsson, Sigurð Guðmundsson, Ólaf Jónsson og Hlín Bolladóttur í fulltrúaráðið.

Til vara eru þau Logi Már Einarsson, Tryggvi Þór Gunnarsson, Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Inda Björk Gunnarsdóttir.

Halla Björk Reynisdóttir formaður vék af fundi kl. 11:15 og Oddur Helgi Halldórsson varaformaður tók við fundarstjórn.

Fundi slitið - kl. 11:35.