Bæjarráð

3387. fundur 31. október 2013 kl. 09:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti ekki á fundinn.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017

Málsnúmer 2013050198Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Inda Björk Gunnarsdóttir formaður félagsmálaráðs, Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar mættu á fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2014 ásamt 3ja ára áætlun 2015-2017 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2.Velferðar- og fjarverustefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2012100058Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að velferðar- og fjarverustefnu Akureyrarbæjar.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til bæjarstjórnar til samþykktar.

3.Bæjarsjóður - yfirlit um rekstur 2013

Málsnúmer 2013040268Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til september 2013.

4.Fjármál sveitarfélaga

Málsnúmer 2011090107Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags. 23. október 2013 frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS). Erindið er tvíþætt, annars vegar er greint frá fjárhagslegum viðmiðum EFS sem nefndin hefur til hliðsjónar vegna yfirferðar á fjármálum sveitarfélaga og hins vegar er óskað eftir upplýsingum frá öllum sveitarfélögum um með hvaða hætti þau hagi fjármálastjórn síns sveitarfélags og eftirliti með því frá mánuði til mánaðar.

 

5.Hafnasamlag Norðurlands - viðhald flotkvíar

Málsnúmer 2013100214Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur móttekinn 15. október sl. frá hafnarstjóra þar sem meðal annars er óskað eftir tilnefningu bæjarins í starfshóp sem halda á utan um fyrirhugaða vinnu við viðhald flotkvíar.

Bæjarráð tilnefnir Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóra og Ingu Þöll Þórgnýsdóttur bæjarlögmann í starfshópinn.

6.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerð

Málsnúmer 2013100131Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 24. október 2013. Fundargerðin er í 6 liðum.

Bæjarráð vísar 1. og 5 lið til framkvæmdadeildar, 2. lið til skóladeildar, 3., 4. og 6. liður er lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

Ólafur Jónsson D-lista vék af fundi kl. 12:15.

7.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir 71. og 72. fundar hverfisráðs Hríseyjar dags. 25. september og 23. október 2013. Fundargerðirnar má finna á slóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir

Bæjarráð vísar 5. lið í fundargerð 71. fundar til framkvæmdastjóra samfélags- og mannréttindadeildar, aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

Fundargerð 72. fundar lögð fram til kynningar í bæjarráði.

8.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 245. og 246. fundar stjórnar Eyþings dags. 4. og 27. september 2013.
Fundargerðirnar má finna á slóðinni: https://www.eything.is/is/fundargerdir-1

9.Málefni embættismanna í bæjarráði

Málsnúmer 2013100293Vakta málsnúmer

Svar formanns bæjarráðs við eftirfarandi bókun Edwards H. Huijbens V-lista í bæjarráði 17. október sl.:
Edward H. Huijbens V-lista óskar eftir úrskurði formanns bæjarráðs um hvort málefni embættismanna eigi erindi fyrir bæjarráð.
Í 1. og 2. gr. samþykkta fyrir bæjarráð og 22. gr. bæjarmálasamþykktar  kemur fram hlutverk bæjarráðs. Meginverkefni bæjarráðs er fjármálastjórn í umboði bæjarstjórnar, þá leggur bæjarráð drög að árlegri fjárhagsáætlun bæjarsjóðs, stofnana hans og fyrirtækja,  hefur eftirlit með að ársreikningar bæjarsjóðs séu samdir, hefur  eftirlit með fjármálum og leitar leiða til hagræðingar í rekstri ásamt því að meta veitta þjónustu m.t.t. fjármagns sem er til ráðstöfunar. Þá hefur bæjarráð eftirlit með stjórnsýslu bæjarfélagsins.
Málefni sem einstakir embættismenn sinna, koma fyrir bæjarráð, ef þau málefni varða framangreint hlutverk bæjarráðs.
Bæjarstjórn hefur falið fastanefndum fullnaðarafgreiðslu mála og á sama hátt hafa nefndir falið stjórnendum fullnaðarafgreiðslu mála á verksviði þeirra. Stjórnendur gera viðkomandi nefnd reglulega grein fyrir afgreiðslu slíkra mála.

Að því leytinu til geta málefni einstakra embættismanna ekki komið fyrir bæjarráð, en hins vegar geta málefni á starfssviði embættismanns farið fyrir þá nefnd sem hann sækir umboð sitt til.

Þá er vert að minnast 3. gr. reglna um ábyrgðarmörk og starfshætti kjörinna fulltrúa, en hlutverk kjörinna fulltrúa er að móta stefnu fyrir starfsemi bæjar og einstakra deilda og stofnana bæjarfélagsins, m.a. með gerð starfs- og fjárhagsáætlana, setja starfsemi bæjarins reglur og gjaldskrár og ákveða stjórnskipan sveitarfélagsins.
Samkvæmt 5. gr. reglna um ábyrgðarmörk eru bæjarstjóri og embættismenn tengiliðir kjörinna fulltrúa við daglega starfsemi og bera ábyrgð á að hún sé samkvæmt stefnu og ákvörðunum í viðkomandi málaflokki. Þannig hlutast kjörnir fulltrúar og nefndarmenn aðeins til um framkvæmd stefnu með samþykktum í bæjarstjórn og á nefndafundum en hafa sem einstaklingar ekki boðvald yfir starfsmönnum bæjarins. Skýrt dæmi um það eru starfsmannamál, sem eru á ábyrgð hvers og eins stjórnanda.

Málefni embættismanna eru því samkvæmt mínum skilningi ekki mál bæjarráðs, þau eiga heima hjá þeim og þeirra yfirmönnum. Venjulegur starfsmaður rekur sín mál gagnvart sínum yfirmanni; deildarstjóra/embættismanni, embættismaður gagnvart bæjarstjóra sem er yfirmaður bæjarins, bæjarstjóri gagnvart bæjarstjórn sem réði hann.

Fundi slitið - kl. 11:00.