Bæjarráð

3379. fundur 05. september 2013 kl. 09:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Sigurður Guðmundsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Njáll Trausti Friðbertsson áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista mætti í forföllum Geirs Kristins Aðalsteinssonar.

1.Svefn og heilsa ehf - dómur í máli E-130/2012

Málsnúmer 2012050013Vakta málsnúmer

Lagður fram dómur í máli Svefn og heilsu ehf gegn Akureyrarbæ.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni að vinna áfram að málinu.

2.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 244. fundar stjórnar Eyþings dags. 26. ágúst 2013.

3.Northern Forum 2013

Málsnúmer 2013020296Vakta málsnúmer

Tölvupóstur dags. 15. ágúst 2013 þar sem boðað er til allsherjarþings samtakanna í Moskvu dagana 15.- 18. október nk. Meðfylgjandi er dagskrá fundarins og nánari upplýsingar.
Sigríður Stefánsdóttir verkefnastjóri samskipta sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að Sigríður Stefánsdóttir verkefnastjóri samskipta og Andrea Sigrún Hjálmsdóttir bæjarfulltrúi verði fulltrúar Akureyrarbæjar á þinginu.

4.Samþykkt bæjarráðs

Málsnúmer 2013060144Vakta málsnúmer

Umræða um samþykkt bæjarráðs.

5.Önnur mál

Málsnúmer 2013010046Vakta málsnúmer

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista lagði fram eftirfarandi hvatningu:
Flóttamannanefnd sem starfar á vegum Velferðarráðuneytisins kynnti nýverið áherslur sínar og stefnu um móttöku flóttafólks á Íslandi. Lagt er til að tekið verði á móti 14 einstaklingum til landsins á næstu mánuðum. Fulltrúi Vinstri grænna í bæjarstjórn Akureyrar hvetur bæjaryfirvöld til að skoða alvarlega þann möguleika að taka á móti í það minnsta hluta þessa hóps og bjóða velkominn til Akureyrar. Þann 18. maí 2010 samþykkti Bæjarstjórn Akureyrar nýja Staðardagskrá 21 og í henni stendur: "Boðið verði upp á að taka á móti hópi flóttamanna í samstarfi við flóttamannaráð á a. m.k. tíu ára fresti" og var stefnt að því samkvæmt áætlun að því verki skyldi lokið fyrir október 2011 og er þessi samþykkt í Staðardagskrá okkur því veruleg hvatning til athafna.
Vert er að benda á að allir innviðir samfélagsins hér á Akureyri eru sterkir, við erum fjölmenningarlegt bæjarfélag líkt og Akureyrarvaka um síðustu helgi bar glöggt vitni. Þá gekk móttaka flóttafólks frá fyrrum ríkjum Júgóslavíu árið 2003 mjög vel og við búum að þeirri þekkingu og reynslu sem þá skapaðist . Því má ljóst vera að Akureyrarbær er vel í stakk búinn að veita flóttafólki skjól og leggja þannig sitt af mörkum til mannúðarmála í heiminum.

 

Fundi slitið - kl. 11:00.