Málsnúmer 2012100089Vakta málsnúmer
Erindi dags. 10. október 2012 frá Páli Guðjónssyni, framkvæmdastjóra og Ragnhildi Ágústsdóttur, ráðgjafa Expectus f.h. samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem fram kemur að samtökin hafi ákveðið að ráðast í gerð sameiginlegrar sóknaráætlunar fyrir höfuðborgarsvæðið. Sóknaráætlunin mun m.a. ná yfir svæðisskipulag, atvinnumál og þjónustu. Verkefnið er hluti af stefnumörkuninni Ísland 2020 og er liður í þeirri stefnu stjórnvalda að færa forgangsröðun verkefna á hverju svæði fyrir sig yfir á vettvang sveitarstjórna, fulltrúa atvinnulífsins og stofnana. Markmið verkefnisins er að skilgreina stöðu, styrkleika og sóknarfæri á höfuðborgarsvæðinu og hvernig sveitarfélög geta stuðlað að aukinni samkeppnishæfni og uppbyggingu. Til að vera sveitarfélögum til ráðuneytis um þessi mál verður skipað ráðgjafaráð. Óskað er eftir tilnefningu á einum karli og einni konu í ráðgjafaráðið.
Bæjarráð vísar 1. lið til Hafnasamlags Norðurlands, 2., 4., 9. og 14. lið til skipulagsnefndar, 3. lið til skóladeildar, 5., 6., 8., 10., 11. lið a), c) og d), 15., 16., 17. og 18. lið til framkvæmdadeildar.
7. og 12. liður eru trúnaðarmál og færð í trúnaðarmálabók viðtalstíma bæjarfulltrúa.
11. lið b) og 13. lið er vísað til Akureyrarstofu.