Málsnúmer 2012040028Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi dags. 1. júní 2012 frá formanni kjörstjórnar Akureyrar vegna komandi forsetakosninga þann 30. júní nk. Þar kemur fram tillaga kjörstjórnar um að Akureyrarkaupstað verði skipt í tólf kjördeildir, tíu á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Gerð er tillaga um að á Akureyri verði kjörstaður í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hrísey verði kjörstaður í Hríseyjarskóla og að í Grímsey verði kjörstaður í félagsheimilinu Múla. Lagt er til að tveir kjörklefar verði í hverri kjördeild á Akureyri, Hrísey og í Grímsey. Þá hefur kjörstjórn ennfremur ákveðið að leggja til við bæjarráð að kjörfundur standi frá klukkan 09:00 til 22:00 á Akureyri, en frá klukkan 10:00 til 18:00 í Hrísey og í Grímsey. Óskar kjörstjórn eftir því við bæjarráð að ofangreindar tillögur verði samþykktar.
Halla Björk Reynisdóttir formaður
Oddur Helgi Halldórsson varaformaður
Geir Kristinn Aðalsteinsson
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
Guðmundur Baldvin Guðmundsson
Hermann Jón Tómasson (áheyrnarfulltrúi)
Ólafur Jónsson (áheyrnarfulltrúi)
Sigurður Guðmundsson (áheyrnarfulltrúi)
varamenn:
Hlín Bolladóttir
Inda Björk Gunnarsdóttir
Tryggvi Þór Gunnarsson
Edward H. Huijbens
Petrea Ósk Sigurðardóttir
Logi Már Einarsson (áheyrnarfulltrúi)
Njáll Trausti Friðbertsson (áheyrnarfulltrúi)
Anna Hildur Guðmundsdóttir (áheyrnarfulltrúi)
Í upphafi fundar bauð varaformaður nýtt bæjarráð velkomið til starfa.