Bæjarráð

3310. fundur 01. mars 2012 kl. 09:00 - 11:15 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Hermann Jón Tómasson
  • Ólafur Jónsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Rekstur - staða mála - embættismenn 2012

Málsnúmer 2012020046Vakta málsnúmer

Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar fór yfir rekstrarstöðu íþróttamála og Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu fór yfir rekstrarstöðu atvinnumála.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2010020060Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu sátu fundinn undir þessum lið.

3.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2012

Málsnúmer 2012010167Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 16. febrúar 2012. Fundargerðin er í 3 liðum.

Bæjarráð vísar 1. lið til skipulagsnefndar og 2. lið til framkvæmdadeildar.

3. lið var svarað í viðtalstímanum.

4.Hljóð- og reykmengun og löggæsla í miðbæ Akureyrar

Málsnúmer 2012020079Vakta málsnúmer

Erindi dags. 6. febrúar 2012 frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra þar sem óskað er eftir viðbrögðum Akureyrarbæjar við 3. lið í fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dags. 7. september 2011 svohljóðandi:
Kvartanir hafa borist frá íbúum í miðbæ Akureyrarbæjar vegna hávaða um kvöld og nætur frá veitinga- og skemmtistöðum á svæðinu (röskun á nætursvefni). Vandinn virðist að verulegu leyti vera til kominn vegna háreysti frá fólki sem er á leið á milli staða á svæðinu og einnig vegna dvalar fólks utandyra á reykingasvæðum veitinga- og skemmtistaða. Heilbrigðisnefnd mælist til þess við Akureyrarbæ að komið verði til móts við sjónarmið íbúa með því að stytta afgreiðslutíma veitinga- og skemmtistaða í miðbæ Akureyrar og með því að efla löggæslu í miðbæ Akureyrarbæjar.

Í gildi er lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað, sem endurskoðuð var síðast 2009 og samþykkt í bæjarstjórn 3. febrúar 2009 og staðfest af ráðherra 11. júní 2009.

Þar er m.a. fjallað um almennar velsæmisreglur og ónæði á almannafæri.

Þar er einnig ákvæði um opnunartíma veitingarhúsa og almennt skemmtanahald.

Ekki er gert ráð fyrir að lögreglusamþykkt verði endurskoðuð á næstu misserum.

Bæjarráð bendir á að Akureyrarbær fer ekki með löggæslu í bænum.

5.Skelfélagið ehf - hlutafjáraukning

Málsnúmer 2011040014Vakta málsnúmer

Erindi dags. 24. febrúar 2012 frá framkvæmdastjóra Skelfélagsins ehf þar sem fram kemur að stjórn Skelfélagsins hafi ákveðið að bjóða núverandi hluthöfum að kaupa nýtt hlutafé í hlutfalli við núverandi eign sína. Hlutur Akureyrarbæjar í Skelfélaginu er 2,37% og er hlutur bæjarins í þessu útboði því kr. 236.686.

Bæjarráð samþykkir að taka ekki þátt í hlutafjáraukningunni.

6.Önnur mál

Málsnúmer 2012010085Vakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs upplýsti um fund með fulltrúum sveitarfélaga á Norðausturlandi varðandi hugsanlega uppbyggingu á Grímsstöðum á Fjöllum.

Fundi slitið - kl. 11:15.