Málsnúmer 2012010080Vakta málsnúmer
6. liður í fundargerð skólanefndar dags. 9. janúar 2012:
Meirihluti skólanefndar lagði fram þá tillögu á fundinum, að fresta fyrirhuguðum breytingum á morgunverði í leikskólum Akureyrarbæjar sem samþykktar voru í fjárhagsáætlun 2012. Þá var einnig lagt til að leitað yrði samráðs við foreldraráð, stjórnendur og starfsmenn leikskóla um það hvaða breytingar verði gerðar og hvernig þeim verði best hrint í framkvæmd.
Skólanefnd samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs.
Anna Sjöfn Jónasdóttir óskar að eftirfarandi sé bókað:
Mótmæli vinnubrögðum bæjarfulltrúa L-listans með frestun gildistöku fyrirhugaðrar breytingar á morgunverði í leikskólum Akureyrarbæjar, þar sem gengið var þvert á ákvörðun skólanefndar og án samráðs við nefndina.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.