Bæjarráð

3297. fundur 17. nóvember 2011 kl. 09:00 - 10:58 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Hermann Jón Tómasson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2011

Málsnúmer 2011010122Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 10. nóvember 2011. Fundargerðin er í 5 liðum.

Bæjarráð vísar 1. lið a), 2. lið b) og 4. lið til framkvæmdadeildar, 1. lið b) til skipulagsdeildar, 3. lið til Fasteigna Akureyrarbæjar, 2. lið a) og 5. lið til íþróttadeildar og 2. lið c) til stjórnsýslunefndar.

2.Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyri - tilnefning fulltrúa 2011

Málsnúmer 2011110034Vakta málsnúmer

Erindi dags. 4. nóvember 2011 frá Ásdísi Evu Hannesdóttur, framkvæmdastjóra Norræna félagsins, þar sem óskað er eftir tilnefningu Akureyrarkaupstaðar í stjórn Norrænu upplýsingaskrifstofunnar á Akureyri. Tilnefning Akureyrarkaupstaðar óskast send Norræna félaginu fyrir 22. nóvember 2011.

Bæjarráð tilnefnir Hólmkel Hreinsson sem aðalmann og Maríu Helenu Tryggvadóttur sem varamann í stjórn Norrænu upplýsingaskrifstofunnar á Akureyri.

3.Snorraverkefnið - styrkbeiðni 2012

Málsnúmer 2011110050Vakta málsnúmer

Erindi dags. 7. nóvember 2011 frá Ástu Sól Kristjánsdóttur f.h. stjórnar Snorrasjóðs þar sem óskað er eftir stuðningi frá Akureyrarbæ við verkefnið árið 2012.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

4.EBÍ - fundargerðir stjórnar

Málsnúmer 2011110073Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar EBÍ dags. 4. nóvember 2011.

 

5.Samningur um þjónustu sem Akureyrarbær veitir Hafnasamlagi Norðurlands

Málsnúmer 2011100077Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur dags. 20. október 2011 um þjónustu sem Akureyrarbær veitir Hafnasamlagi Norðurlands.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

 

Sigurður Guðmundsson A-lista óskaði að eftirfarandi sérbókun Bjarna Sigurðssonar fulltrúa A-lista í stjórn Hafnasamlags Norðurlands á fundi stjórnarinnar 14. nóvember 2011 yrði bókuð:

"Ég tel þetta forkastanleg vinnubrögð varðandi afgreiðslu á þjónustusamningi við Akureyrarbæ, þar sem ég tel að hagsmunir hafnarinnar séu ekki hafðir að leiðarljósi."

6.Myndlistaskólinn á Akureyri - samningur 2011-2014

Málsnúmer 2011100107Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur dags. 11. nóvember 2011 um framlög til reksturs Myndlistaskólans á Akureyri kennsluárin 2011/2012, 2012/2013 og 2013/2014.
Sigurður Guðmundsson A-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

7.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2012

Málsnúmer 2011070038Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2012 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 10:58.