Málsnúmer 2011010003Vakta málsnúmer
Sigurður Guðmundsson A-lista lagði fram eftirfarandi:
1. Fyrirspurn til bæjarráðs hvert skuli stefna með aðstöðu fyrirtækja til sorpvinnslu í bænum, nokkur fjöldi fyrirtækja er að sækjast eftir útvíkkun á starfsemi sinni til sorpflokkunar og endurvinnslu. Engin stefna er til hvar slík starfsemi á að vera staðsett innan bæjarmarka og er brýnt að setja vinnu af stað til að sinna málaflokknum.
2. Leggja til 25 milljónir aukalega til framkvæmdadeildar til fegrunar bæjarins á afmælisárinu og verði hluta af þeirri fjárhæð ráðstafað í samstarfi við hverfisnefndir bæjarins. Einnig væri gott að leita til bæjarbúa eftir ábendingum um hvað betur mætti fara.
3. Hvernig gangi með vinnu hóps um atvinnustefnu bæjarins. Nú eru liðið vel á annað ár og lítið sem ekkert hefur komið frá þeim.
Bæjarráð þakkar Karli fyrir upplýsingarnar.