Málsnúmer 2009020174Vakta málsnúmer
2. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 2. september 2010:
Málið tekið fyrir að nýju, en staða atvinnuátaksverkefna var lögð fram til kynningar í bæjarráði 26. ágúst sl., en fjárheimild til verkefnanna er uppurin fyrir árið 2010.
Í ljósi stöðunnar telur stjórn Akureyrarstofu nauðsynlegt að draga úr fjölda þeirra verkefna sem eru í gangi í einu, en jafnframt mikilvægt að hætta þátttöku ekki alfarið á þessu ári. Með hliðsjón af því óskar stjórnin eftir að bæjarráð bæti 10 mkr. við fjárheimildir atvinnuátaksverkefna á þessu ári þar af 4 mkr. vegna þeirra verkefna sem þegar eru í vinnslu og 6 mkr. til nýrra verkefna til áramóta.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.