Málsnúmer 2010120056Vakta málsnúmer
14. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. mars 2011:
Skipulagsstjóri lagði fram afrit af bréfum dags. 7. desember 2010 og 21. febrúar 2011 til Hymis ehf, kt. 621292-3589, eiganda Skipagötu 12. Í bréfunum er kynnt tillaga um tímafresti og beitingu dagsekta til þess að knýja fram að húseigandi fjarlægi auglýsingu frá aðila sem ekki er með starfsstöð í húsinu. Aðgerðin byggir á gr. 3.2 í reglugerð um skilti í lögsögu Akureyrarbæjar 412/1993 og gr. 210 í byggingarreglugerð 441/1998.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra og m.v.t. 56. gr. mannvirkjalaga leggur nefndin til við bæjarráð að tillaga um 50.000 kr. dagsektir verði samþykkt.
Bæjarráð þakkar Sigríði komuna á fundinn og felur nefndinni áframhaldandi vinnu að verkefninu í samræmi við umræður á fundinum.