Málsnúmer 2024010685Vakta málsnúmer
Liður 7 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 20. febrúar 2024:
Lagt fram minnisblað varðandi ástand Strandgötu 21.
Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjasvið hefur gert úttekt á húsinu sem sýndi fram á að viðhald sé komið á tíma og mikilvægt sé að ákvörðun um framtíð hússins verði tekin sem fyrst. Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar ákvörðun um viðhald eða sölu á húsinu til bæjarráðs.
Umhverfis- og mannvirkjaráð telur þörf að hafa í huga að í húsinu er viðkvæm og mikilvæg starfsemi fyrir samfélagið sem hefur verið þar í 40 ár og telur því brýnt að fundin verði góð framtíðarlausn.
Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.