Bæjarráð

3840. fundur 29. febrúar 2024 kl. 08:15 - 09:35 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Endurskoðun á samkomulagi vegna starfsfólks í starfsþjálfun/starfsendurhæfingu hjá Plastiðjunni Bjargi - Iðjulundi

Málsnúmer 2024020654Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingum á samkomulagi dagsettu 8. mars 2018 milli Einingar-Iðju og Akureyrarbæjar vegna starfsfólks í starfsþjálfun/starfsendurhæfingu og á ótímabundnum ráðningarsamningi hjá Plastiðjunni Bjargi - Iðjulundi.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samkomulagi milli Einingar-Iðju og Akureyrarbæjar vegna starfsfólks í starfsþjálfun/starfsendurhæfingu og á ótímabundnum ráðningarsamningi hjá Plastiðjunni Bjargi - Iðjulundi.

2.Mælaborð miðlægrar þjónustu

Málsnúmer 2023031806Vakta málsnúmer

Lagt fram og kynnt yfirlit tölfræðilegra upplýsinga um miðlæga þjónustu Akureyrarbæjar, svo sem rafrænar ábendingar, umsóknir í gegnum þjónustugátt og símtöl í þjónustuver.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Tónlistarbandalag Akureyrar

Málsnúmer 2023061413Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp á vegum Akureyrarbæjar og Tónlistarbandalags Akureyrar vegna þarfagreiningar fyrir tónlistarhópa á Akureyri. Bæjarráð samþykkti 29. júní 2023 að vinnuhópurinn yrði skipaður. Jafnframt liggur fyrir erindi frá Tónlistarbandalagi Akureyrar dagsett 13. febrúar 2024 þar sem óskað er eftir viðræðum við Akureyrarbæ um tímabundnar lausnir til að bæta umgjörð og aðstöðu ýmissa tónlistarhópa meðan unnið er að þarfagreiningunni.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur Þórgný Dýrfjörð forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að vinna málið áfram.

4.Strandgata 21 - áform

Málsnúmer 2024010685Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 20. febrúar 2024:

Lagt fram minnisblað varðandi ástand Strandgötu 21.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjasvið hefur gert úttekt á húsinu sem sýndi fram á að viðhald sé komið á tíma og mikilvægt sé að ákvörðun um framtíð hússins verði tekin sem fyrst. Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar ákvörðun um viðhald eða sölu á húsinu til bæjarráðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð telur þörf að hafa í huga að í húsinu er viðkvæm og mikilvæg starfsemi fyrir samfélagið sem hefur verið þar í 40 ár og telur því brýnt að fundin verði góð framtíðarlausn.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

5.Hagabyggð - ný neysluvatnslögn

Málsnúmer 2024011657Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 6. febrúar 2024:

Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur til að lögnin fari í gegn nær Dagverðareyrarvegi nr. 816 samhliða núverandi lögnum og/eða komi upp sú staða að færa þurfi lögnina þá sé það gert á kostnað eiganda lagnarinnar samanber Reglur um lagnir í landi Akureyrarbæjar. Málinu er vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.

Fyrir fundi bæjarráðs liggur teikning af uppfærðri lagnaleið til að koma til móts við sjónarmið umhverfis- og mannvirkjaráðs og röksemdafærsla Norðurorku fyrir staðsetningu lagnarinnar.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að undirrita samning um lagnastæðið til samræmis við uppfærða tillögu Norðurorku.

6.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2024

Málsnúmer 2024010317Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 943. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 9. febrúar 2024.

Fundi slitið - kl. 09:35.