Grímsey og Hrísey - ferjusamgöngur

Málsnúmer 2023110164

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3826. fundur - 08.11.2023

Rætt um ferjusamgöngur til og frá Grímsey og Hrísey. Grímseyjarferjan Sæfari er biluð og fer í slipp á næstu dögum. Tímabundinn samningur um rekstur Hríseyjarferjunnar rennur út um áramót.
Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af samgöngumálum eyjanna. Tíðar bilanir á Grímseyjarferjunni, með tilheyrandi skertri þjónustu og öryggi íbúa og gesta, eru með öllu óviðunandi. Brýnt er að endurnýja ferjuna og skorar bæjarráð á Vegagerðina og innviðaráðherra að flýta kaupum á nýrri ferju eins og frekast er unnt.


Þá er að mati bæjarráðs nauðsynlegt að eyða þeirri óvissu sem uppi er um rekstur Hríseyjarferjunnar og tryggja að í framhaldinu verði þjónustustig ekki skert frá því sem nú er. Hríseyjarferjan Sævar er þjóðvegur íbúa og gesta til og frá Hrísey, núgildandi samningur um rekstur ferjunnar rennur út um áramót og ekki er vitað hvað tekur við.