Málsnúmer 2022100497Vakta málsnúmer
Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 13. apríl 2023:
Liður 4 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 3. apríl 2023:
Lögð fram til samþykktar drög að samningi við Samtökin '78 um fræðslu.
Áheyrnarfulltrúar: Aðalbjörn Hannesson fulltrúi foreldra leikskólabarna, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.
Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði samningur við Samtökin '78 á grundvelli tilboðs samtakanna og felur bæjarlögmanni að útbúa drög að samningi og leggja fyrir bæjarráð.
Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.