Málsnúmer 2023030812Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 15. mars 2023 frá Karli Björnssyni f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarfélagið er beðið um að svara könnun vegna skýrslu til Sameinuðu þjóðanna varðandi innleiðingu heimsmarkmiðanna. Frestur til að svara könnuninni er til og með 30. mars 2023. Einnig er boðað til kynningarfundar um innleiðingu sveitarfélaga á heimsmarkmiðunum sem haldinn verður 29. mars nk.
Hilda Jana Gísladóttir S- lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista leggja fram eftirfarandi tillögu:
„Akureyrarbær hefji formlega innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Sett verði af stað vinna við kortlagningu, forgagnsröðun, skipulag, innleiðingu, mælingar og miðlun í samræmi við verkfærakistu um heimsmarkmiðin fyrir sveitarfélög frá Stjórnarráði Íslands. Áætlun um innleiðinguna liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.“