Bæjarráð

3803. fundur 23. mars 2023 kl. 08:15 - 11:46 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason varaformaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista sat fundinn í forföllum Höllu Bjarkar Reynisdóttur.

1.Norðurorka - eigendastefna 2023

Málsnúmer 2023030902Vakta málsnúmer

Helga Hlín Hákonardóttir ráðgjafi hjá Strategíu mætti til fundar og kynnti verklag við gerð eigendastefnu. Rætt um gerð eigendastefnu fyrir Norðurorku.

Undir þessum fundarlið mætti Inga Dís Sigurðardóttir. Þá sátu Halla Björk Reynisdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Andri Teitsson undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð þakkar Helgu Hlín Hákonardóttur fyrir kynninguna. Bæjarráð mun halda áfram umræðu um eigendastefnu sveitarfélagsins í apríl.

2.Gránufélagsgata 10 - kaup

Málsnúmer 2023031068Vakta málsnúmer

Rætt um kauptilboð í Gránufélagsgötu 10.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagt kauptilboð í Gránufélagsgötu 10 og bætur fyrir skerðingu á lóð að Lundargötu 5.

3.Ósk um áframhaldandi samstarfssamning

Málsnúmer 2022100596Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 13. febrúar 2023:

Ármann Einarsson og Guðmundur Magni Ásgeirsson mættu á fund fræðslu- og lýðheilsuráðs fyrir hönd Tónræktarinnar til að kynna starfsemi skólans. Auk þess að fylgja eftir erindi sínu um hækkun styrks frá október síðastliðnum með ósk um að gerður verði samningur við Akureyrarbæ til að minnsta kosti þriggja ára.

Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Ármanni og Guðmundi Magna fyrir kynninguna.

Ráðið leggur til að gerður verði þriggja ára samningur við Tónræktina og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Á fundi bæjarráðs eru nú lögð fram drög að þriggja ára samstarfssamningi við Tónræktina.
Bæjarráð samþykkir samninginn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

4.Listasafnið á Akureyri - breyting á samþykkt

Málsnúmer 2023030700Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir Listasafnið á Akureyri.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu samþykktar um eina viku.

5.Ferðamálafélag Hríseyjar - samstarfssamningur 2023

Málsnúmer 2023030238Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að þriggja ára samstarfssamningi Akureyrarbæjar og Ferðamálafélags Hríseyjar.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

6.Stapi lífeyrissjóður - fulltrúaráðsfundur apríl 2023

Málsnúmer 2023030896Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. mars 2023 frá Jóhanni Steinari Jóhannssyni f.h. stjórnar Stapa lífeyrissjóðs þar sem boðað er til fulltrúaráðsfundar sjóðsins miðvikudaginn 12. apríl nk. kl 16:30. Fundurinn verður rafrænn en hlekkur á fund og upplýsingar um atkvæðagreiðslu verða sendar fulltrúum í tölvupósti þegar nær dregur fundi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atkvæði Akureyrarbæjar á fundinum.

7.Innleiðing heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögum - könnun

Málsnúmer 2023030812Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. mars 2023 frá Karli Björnssyni f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarfélagið er beðið um að svara könnun vegna skýrslu til Sameinuðu þjóðanna varðandi innleiðingu heimsmarkmiðanna. Frestur til að svara könnuninni er til og með 30. mars 2023. Einnig er boðað til kynningarfundar um innleiðingu sveitarfélaga á heimsmarkmiðunum sem haldinn verður 29. mars nk.

Hilda Jana Gísladóttir S- lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista leggja fram eftirfarandi tillögu:

„Akureyrarbær hefji formlega innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Sett verði af stað vinna við kortlagningu, forgagnsröðun, skipulag, innleiðingu, mælingar og miðlun í samræmi við verkfærakistu um heimsmarkmiðin fyrir sveitarfélög frá Stjórnarráði Íslands. Áætlun um innleiðinguna liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.“


Tillagan var lögð fram til atkvæða, meirihlutinn greiddi atkvæði gegn tillögunni með þremur atkvæðum, minnihlutinn greiddi atkvæði með tillögunni með tveimur atkvæðum. Tillagan var felld.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna kosti og galla við að hefja formlega innleiðingu heimsmarkmiðanna og svara könnuninni.

8.Bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa

Málsnúmer 2023030814Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar sameiginlegt erindi innviðaráðherra og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 15. mars 2023, vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.

Fundi slitið - kl. 11:46.