Bæjarráð

3693. fundur 20. ágúst 2020 kl. 08:15 - 09:58 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Hilda Jana Gísladóttir S-lista og varamaður hennar boðuðu forföll.

1.Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað - endurskoðun

Málsnúmer 2017020113Vakta málsnúmer

Rætt um endurskoðun lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að vinna áfram að endurskoðun lögreglusamþykktarinnar.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021-2024 - fjárhagsrammi

Málsnúmer 2020030454Vakta málsnúmer

Rætt um drög að fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Gjaldskrár umhverfis- og mannvirkjasviðs 2020 - moldarlosun að Jaðri

Málsnúmer 2019090332Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir moldarlosunarsvæðið að Jaðri.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2020 sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 16. júní sl.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrá fyrir moldarlosunarsvæðið á Jaðri með fjórum samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 09:58.