Málsnúmer 2020030426Vakta málsnúmer
Bæjarstjórn samþykkti 20. mars sl. tímabundna heimild til að nota fjarfundarbúnað á fundum bæjarstjórnar og fastanefnda Akureyrarbæjar og engin takmörk yrðu á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefndum sveitarfélagsins í fjarfundarbúnaði. Ákvörðun bæjarstjórnar gilti meðan neyðarstig almannavarna varði.
Ákvörðun bæjarstjórnar byggði á nýgerðum breytingum á sveitarstjórnarlögum og auglýsingu ráðherra sem ætlað var að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar þrátt fyrir. Breytingarnar kveða á um að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku. Þetta var gert til að bregðast við aðstæðum sem sköpuðust vegna COVID-19 faraldurs.
Lög um breytingu á sveitarstjórnarlögum er að finna á vefsíðu Alþingis:
https://www.althingi.is/altext/150/s/1147.htmlAuglýsingu um ákvörðun ráðherra er að finna á vefsíðu Stjórnartíðinda:
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=f4cb3242-2fd9-4fa1-b70d-c1de5acee8f1Lögð fram tillaga um að tímabundin heimild til breytinga á fyrirkomulagi funda bæjarstjórnar og fastanefnda Akureyrarbæjar gildi til 19. júlí 2020 eins og auglýsing ráðherra veitir heimild til.