Bæjarráð

3690. fundur 02. júlí 2020 kl. 08:15 - 09:11 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista mætti í forföllum Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.

1.Tímabundin heimild til að víkja frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga

Málsnúmer 2020030426Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti 20. mars sl. tímabundna heimild til að nota fjarfundarbúnað á fundum bæjarstjórnar og fastanefnda Akureyrarbæjar og engin takmörk yrðu á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefndum sveitarfélagsins í fjarfundarbúnaði. Ákvörðun bæjarstjórnar gilti meðan neyðarstig almannavarna varði.

Ákvörðun bæjarstjórnar byggði á nýgerðum breytingum á sveitarstjórnarlögum og auglýsingu ráðherra sem ætlað var að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar þrátt fyrir. Breytingarnar kveða á um að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku. Þetta var gert til að bregðast við aðstæðum sem sköpuðust vegna COVID-19 faraldurs.

Lög um breytingu á sveitarstjórnarlögum er að finna á vefsíðu Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/1147.html

Auglýsingu um ákvörðun ráðherra er að finna á vefsíðu Stjórnartíðinda: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=f4cb3242-2fd9-4fa1-b70d-c1de5acee8f1

Lögð fram tillaga um að tímabundin heimild til breytinga á fyrirkomulagi funda bæjarstjórnar og fastanefnda Akureyrarbæjar gildi til 19. júlí 2020 eins og auglýsing ráðherra veitir heimild til.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2020 sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 16. júní sl.

Bæjarráð samþykkir að framlengja ákvörðun bæjarstjórnar frá 20. mars sl. um að heimilt verði að nota fjarfundarbúnað á fundum bæjarstjórnar og fastanefnda Akureyrarbæjar og engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefndum sveitarfélagsins í fjarfundarbúnaði. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að ritun fundargerða geti farið fram með öðrum hætti en mælt er fyrir um í leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins, um ritun fundargerða, nr. 22/2013. Fundargerð fundar þar sem allir fundarmenn eru í fjarfundi skal deilt með öllum fundarmönnum á skjá í lok fundar og lesin yfir og síðan undirrituð rafrænt. Heimildin gildir til 19. júlí 2020.
Ásthildur Sturludóttir og Halla Björk Reynisdóttir mættu til fundar kl. 08:18.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020-2023 - viðauki 10

Málsnúmer 2019020276Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 18. júní 2020:

Lagður fram viðauki 10.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðaukann með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2020 sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 16. júní sl.

Bæjarráð samþykkir viðaukann með fimm samhljóða atkvæðum.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020-2023 - viðauki 11

Málsnúmer 2019020276Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 18. júní 2020:

Lagður fram viðauki 11.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðaukann með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2020 sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 16. júní sl.

Bæjarráð samþykkir viðaukann með fimm samhljóða atkvæðum.

4.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020-2023 - viðauki 12

Málsnúmer 2019020276Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 12.

Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2020 sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 16. júní sl.

Bæjarráð samþykkir viðaukann með fimm samhljóða atkvæðum.

5.Beiðni um viðauka vegna búsetuþjónustu

Málsnúmer 2020050677Vakta málsnúmer

Liður 10 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 24. júní 2020:

Lögð er fyrir velferðarráð beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun. Lagt er til að hækka fjárhagsáætlun 102-5660 er nemur kr. 10.805.000. Málið var áður á dagskrá 3. júní sl.

Velferðarráð samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir beiðni velferðarráðs með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

6.Knattspyrnufélag Akureyrar - aðgangur keppenda á N1 móti að Sundlaug Akureyrar

Málsnúmer 2020060386Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 24. júní 2020:

Erindi dagsett 9. júní 2020 frá Sævari Péturssyni framkvæmdastjóra KA þar sem óskað er eftir því að félagið þurfi ekki að greiða aðgangseyri fyrir þá þátttakendur N1 mótsins sem fara í Sundlaug Akureyrar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarráðs. Jafnframt er starfsmönnum falið að hefja vinnu við gerð verklagsreglna vegna aðkomu bæjarins að íþróttamótum.
Bæjarráð samþykkir beiðni KA með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

7.Samningur við Landsnet um lagnaleið Hólasandslínu 3

Málsnúmer 2020060551Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi Landsnets og Akureyrarbæjar vegna lagnaleiðar Hólasandslínu 3. Með drögunum fylgja drög að yfirlýsingu, tilboðsforsendur og kort af strengleiðinni.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 18. júní sl. og var afgreiðslu þá frestað og sviðsstjóra fjársýslusviðs falið að afla frekari gagna vegna málsins.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningum við Landsnet í samræmi við umræður á fundinum.

8.Beiðni um styrk vegna opnunar kvennaathvarfs á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 2020061006Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. júní 2020 frá Eyþóri Björnssyni f.h. SSNE þar sem Akureyrarbær er beðinn um að taka fyrir beiðni Samtaka um kvennaathvarf um styrk til að geta opnað kvennaathvarf á Norðurlandi eystra. Óskað er eftir að sveitarfélög á starfssvæði SSNE greiði 2,5 milljónir króna. Beiðnin var send til SSNE í kjölfar fundar sem Samtökin héldu með sveitarstjórum og ríkislögreglustjóra 5. júní sl. þar sem þessi mál voru rædd.
Bæjarráð fagnar opnun kvennaathvarfs á svæðinu og samþykkir beiðni um styrk í hlutfalli við íbúafjölda á starfssvæði SSNE.

9.Reglur um leikskólaþjónustu

Málsnúmer 2018020315Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 15. júní 2020:

Endurskoðaðar reglur um leikskólaþjónustu lagðar fram til afgreiðslu.

Meirihluti fræðsluráðs staðfestir endurskoðaðar reglur um leikskólaþjónustu og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Þórhallur Harðarson D-lista greiddi atkvæði á móti.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2020 sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 16. júní sl.

Bæjarráð samþykkir endurskoðaðar reglur um leikskólaþjónustu með fimm samhljóða atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista leggur fram eftirfarandi bókun:

Ég samþykki reglurnar að undanskilinni reglunni um fjögurra vikna sumarlokun leikskóla, sem ég hefði viljað sjá sem tveggja vikna sumarlokun.

10.Hálönd - umsókn um skipulag miðsvæðis

Málsnúmer 2020020616Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. júní 2020:

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi 3. áfanga deiliskipulags Hálanda. Í breytingunni felst að skipulagssvæðið stækkar til vesturs að skipulagsmörkum 2. áfanga orlofshúsabyggðarinnar og þar gert ráð fyrir 11 nýjum lóðum fyrir orlofshús.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2020 sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 16. júní sl.

Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að auglýsa breytingu á deiliskipulagi 3. áfanga deiliskipulags Hálanda skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst að skipulagssvæðið stækkar til vesturs að skipulagsmörkum 2. áfanga orlofshúsabyggðarinnar og þar gert ráð fyrir 11 nýjum lóðum fyrir orlofshús.

11.Reykjavíkurflugvöllur

Málsnúmer 2020061163Vakta málsnúmer

Umræða um Reykjavíkurflugvöll.
Bæjarráð Akureyrarbæjar fagnar fyrirhugaðri og löngu tímabærri uppbyggingu nýrrar flugstöðvar við Reykjavíkurflugvöll sem og að samningar hafi náðst milli ríkis og Reykjavíkurborgar um að innanlandsflugvöllur verði í Vatnsmýrinni þar til annar jafn góður eða betri kostur verður tilbúinn.

Fundi slitið - kl. 09:11.