Bæjarráð

3685. fundur 28. maí 2020 kl. 08:15 - 11:04 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Viðbrögð Akureyrarbæjar vegna COVID-19 faraldurs

Málsnúmer 2020030398Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu og viðbragðsáætlanir bæjarins.

Tekinn fyrir liður 6 í fundargerð stjórnar Hlíðarfjalls dagsettri 18. maí 2020:

Umræða um hvort endurgreiða eigi vetrarkort vegna COVID-19 eða bregðast við ástandinu með einhverjum öðrum hætti.

Stjórn Hlíðarfjalls leggur til við bæjarráð að veittur verði 30% afsláttur á vetrarkortum 2020 - 2021 til þeirra sem áttu vetrarkort 2019 - 2020. Skilyrði er að kortin verði keypt fyrir 15. október 2020.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar Hlíðarfjalls með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra samfélagssviðs að útfæra tillöguna í gjaldskrá vetrarins 2020-2021.

2.Skíðafélag Akureyrar - Andrés Andarleikarnir

Málsnúmer 2018010433Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð stjórnar Hlíðarfjalls dagsettri 18. maí 2020:

Erindi dagsett 25. mars 2020 frá undirbúningsnefnd Andrésar Andar leikanna 2020 þar sem óskað er eftir því að framlag að upphæð 650.000 kr. samkvæmt samningi verði greitt þó svo að leikunum hafi verið aflýst í ljósi COVID-19.

Stjórn Hlíðarfjalls vísar erindinu til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020-2023 - viðauki

Málsnúmer 2019020276Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 6.

Um er að ræða tilfærslu rekstrar Hlíðarfjalls í B-hluta fyrirtæki frá 1. janúar 2020 en tilfærslan hefur ekki áhrif á samstæðureikning Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 6 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

4.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020-2023 - viðauki

Málsnúmer 2019020276Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 7.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 7 að fjárhæð 102,6 milljónir króna með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020-2023 - viðauki

Málsnúmer 2019020276Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 8.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 8 að fjárhæð 118,1 milljón króna með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

6.Malbikun 2020

Málsnúmer 2020050084Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 8. maí 2020:

Minnisblað dagsett 5. maí 2020 varðandi forgangsröðun á malbikun gatna sumarið 2020 kynnt fyrir ráðinu.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir við bæjarráð viðauka þess efnis að færa kr. 16.500.000 af auðkenninu "G35-M_Y_FLOKKUR" yfir á auðkennið "G35-S_Y_FLOKKUR".

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Erla Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

7.Nýting á moltu til ræktunar - atvinnuátaksverkefni vegna COVID-19

Málsnúmer 2020040389Vakta málsnúmer

Liður 9 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 15. maí 2020:

Minnisblað dagsett 6. maí 2020 varðandi atvinnuátaksverkefnið lagt fyrir ráðið.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka til bæjaráðs upp á kr. 10.000.000 vegna verkefnisins og færist það inn á 1000 - 1114110 og dreifist yfir júní til ágúst.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Erla Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Hluti kostnaðar vegna verkefnisins færist af atvinnuátaksverkefni 18-25 ára. Bæjarráð samþykkir fjárveitingu að fjárhæð 5 milljónir króna með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

8.Gjaldskrár umhverfis- og mannvirkjasviðs 2020

Málsnúmer 2019090332Vakta málsnúmer

Liður 11 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 15. maí 2020:

Breytt gjaldskrá fyrir bílastæðasjóð lögð fyrir ráðið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða gjaldskrá.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Erla Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum framlagðar breytingar á gjaldskrá með gildistíma frá 1. júlí nk. og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar. Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að breyting gjaldskrár verði vel kynnt fyrir bæjarbúum.

9.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020-2023

Málsnúmer 2019020276Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dagsett 14. maí 2020 þar sem m.a. er minnt á mikilvægi þess að sveitarstjórnir hafi virkt eftirlit með fjármálum og fylgist náið með þróun rekstrar frá mánuði til mánaðar. Sveitarstjórnir eru jafnframt hvattar til að hafa samband við eftirlitsnefndina óski þær eftir frekari upplýsingum eða leiðbeiningum vegna afleiðinga COVID-19 á fjármál sveitarfélaganna.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

10.Greining á fjármálum sveitarfélaga í kjölfar COVID-19

Málsnúmer 2020050618Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 25. maí 2020 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um greiningu á áhrifum COVID-19 á rekstur sveitarfélaga og áformaða upplýsingaöflun um fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga á árinu 2020.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

11.Þroskaþjálfafélag Íslands - kjarasamningur 2020-2023

Málsnúmer 2020050368Vakta málsnúmer

Kynning á nýgerðum kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Dýralæknafélags Íslands, Félagsráðgjafafélags Íslands, Iðjuþjálfafélags Íslands, Sálfræðingafélags Íslands og Þroskaþjálfafélags Íslands.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

12.Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga - kjarasamningur 2020-2023

Málsnúmer 2020050378Vakta málsnúmer

Kynning á nýgerðum kjarasamningi Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

13.Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga - launaröðun

Málsnúmer 2017010058Vakta málsnúmer

Kynnt tillaga um að samþykkt bæjarráðs dagsett 10. janúar 2017, þess efnis að launaröðun félagsmanna í Kjarafélagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga verði jöfnuð við launaröðun starfa í Fræðagarði eins og hún var 1. janúar 2017, verði framlengd með gildistíma til 31. mars 2023.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm samhljóða atkvæðum.

14.Vinnuskóli 2020 - tímafjöldi

Málsnúmer 2020040468Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fjölda tíma hjá ungmennum í vinnuskólanum í sumar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum tillögu að tímafjölda ungmenna í vinnuskóla sumarið 2020 sem hér segir: 8. bekkur 105 tímar, 9. bekkur 120 tímar, 10. bekkur 140 tímar og 17 ára 200 tímar.

15.Atvinnuátak 18-25 ára sumarið 2020

Málsnúmer 2020050066Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fjölda tíma í atvinnuátaki fyrir 18-25 ára sumarið 2020.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að tímafjöldi í atvinnuátaki 18-25 ára verði sá sami og undanfarin ár, 175 tímar á hvern starfsmann.

16.Stjórn Hlíðarfjalls - fundargerðir 2020

Málsnúmer 2020020378Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 3. fundar stjórnar Hlíðarfjalls dagsett 18. maí 2020.

Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Fundargerðir stjórnarinnar má nálgast á heimasíðu bæjarins: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir/stjorn_hlidarfjalls

17.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2020

Málsnúmer 2020020118Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 884. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 20. maí 2020.

Fundargerðina má finna á eftirfarandi vefslóð: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

Fundi slitið - kl. 11:04.