Bæjarráð

3679. fundur 16. apríl 2020 kl. 08:15 - 10:29 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Viðbrögð Akureyrarbæjar vegna COVID-19 faraldurs

Málsnúmer 2020030398Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu og viðbragðsáætlanir bæjarins.

Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Einnig sátu fundinn undir þessum lið Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA.

2.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2019 - fyrri umræða

Málsnúmer 2019090149Vakta málsnúmer

Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2019.

Davíð Búi Halldórsson og Níels Guðmundsson endurskoðendur frá Enor ehf. mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og skýrðu ársreikninginn.

Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Einnig sátu fundinn undir þessum lið Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2019 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

3.Gatnagerðargjöld

Málsnúmer 2020040171Vakta málsnúmer

Rætt um reglur um gjaldfrest á gatnagerðargjöldum.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Einnig sátu fundinn undir þessum lið Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.
Bæjarráð samþykkir að heimila 12 mánaða greiðslufrest á gatnagerðargjöldum til lóðarumsækjenda í samræmi við þau skilyrði sem fram koma á framlögðu minnisblaði.

4.Kjölur - kjarasamningur 2020-2023

Málsnúmer 2020030207Vakta málsnúmer

Kynntur nýgerður kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kjöl, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Einnig sátu fundinn undir þessum lið Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

5.Sjúkraliðafélag Íslands - kjarasamningur 2020-2023

Málsnúmer 2020030208Vakta málsnúmer

Kynntur nýgerður kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga við Sjúkraliðafélag Íslands.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Einnig sátu fundinn undir þessum lið Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

6.Hverfisráð Grímseyjar - fundargerðir 2020-2029

Málsnúmer 2020040168Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 35. fundar hverfisráðs Grímseyjar dagsett 26. mars 2020.

Fundargerðina má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdir
Bæjarráð vísar fundargerðinni til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

7.Lánasjóður sveitarfélaga - aðalfundur 2020

Málsnúmer 2020030396Vakta málsnúmer

Lagr fram til kynningar erindi dagsett 7. apríl 2020 frá Óttari Guðjónssyni framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um frestun aðalfundar sjóðsins um óákveðinn tíma vegna samkomubanns.

Fundi slitið - kl. 10:29.